Barnamótum í handbolta og æfingabúðum landsliða hefur verið frestað vegna þeirrar bylgju kórónuveirusmita sem nú er á Íslandi.
HSÍ tilkynnti um þessa ákvörðun mótanefndar og stjórnar í dag, sem tekin er í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Á meðal þess sem slegið er á frest eru æfingabúðir A-landsliðs kvenna sem áttu að hefjast í Vestmannaeyjum næsta mánudag.
Eftirtöldum viðburðum er frestað:
1. A landslið kvenna, æfingavika 28. sept - 4. okt
2. Yngri landslið, æfingahelgi 30. sept – 4. okt
3. Fjölliðamót hjá KA, Þór og ÍBV í 5. -6. flokki eldri karla og kvenna, 2- 4. október.
4. Fjölliðamót hjá Haukum og Fjölni í 7. flokki karla og kvenna, 2.-4. október
HSÍ ætlar að vera í sambandi við sín aðildarfélög varðandi þessa viðburði með það í huga að koma þeim fyrir síðar ef hægt er, fari svo að óvissuástandið sem nú sé skýrist.