Xi tilkynnti óvænt um að Kína stefni að kolefnishlutleysi 2060 Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 10:57 Xi Jinping, forseti Kína, sendi allsherjarþinginu myndbandsávarp. Þar tilkynnti hann um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Kínverja. AP/UNTV Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heimi. Gangi áform kommúnistastjórnarinnar í Beijing eftir nær losun Kína hámarki fyrir árið 2030. Kínverskt samfélag verði svo orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2060. Áður höfðu kínversk stjórnvöld talað um að losun toppaði í síðasta lagi 2030 en lítið vilja gefa uppi um lengri tíma skuldbindingar. Um 28% heildarlosunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum fer fram í Kína. Losunin þar jókst árið 2018 og 2019, ólíkt þróuninni í sumum vestrænum ríkjum. Á allsherjarþinginu hvatti Xi heimsbyggðina til þess að ná vopnum sínum eftir efnahagsáfall kórónuveirufaraldursins á vistvænan hátt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki kom þá fram í máli Xi hvernig Kína ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi eða hvernig ríkisstjórn hans skilgreindi það. „Kína mun uppfæra ætluð landsmarkmið sín [gagnvart Parísarsamkomulaginu] með því að taka upp sterka stefnu og aðgerðir,“ sagði Xi. Ræða Xi kom beint í kjölfar ávarps Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann skaut föstum skotum á Kína, meðal annars vegna „hömlulausrar mengunar“. Trump ætlar að draga Bandaríkin, annan stærsta losanda heims, úr Parísarsamkomulaginu og ríkisstjórn hans hefur afnumið og útvatnað fyrirhugaðar loftslags- og umhverfisaðgerðir. Li Shuo, sérfræðingur Grænfriðunga í loftslagsstefnu Kínverja, segir breska ríkisútvarpinu BBC að útspil Xi, beint í kjölfar ræðu Trump, hafi verið úthugsað. „Það sýnir stöðugan áhuga Xi á að notfæra sér loftslagsstefnu í alþjóðapólitískum tilgangi,“ segir hann. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi í stjórnartíð Trump. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að nýtt kalt stríð gæti verið yfirvofandi. Kína Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Kínverjar ætla að stefna að því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060 til að draga úr hættunni á verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti þetta óvænt í ávarpi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun í heimi. Gangi áform kommúnistastjórnarinnar í Beijing eftir nær losun Kína hámarki fyrir árið 2030. Kínverskt samfélag verði svo orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2060. Áður höfðu kínversk stjórnvöld talað um að losun toppaði í síðasta lagi 2030 en lítið vilja gefa uppi um lengri tíma skuldbindingar. Um 28% heildarlosunar mannkyns á gróðurhúsalofttegundum fer fram í Kína. Losunin þar jókst árið 2018 og 2019, ólíkt þróuninni í sumum vestrænum ríkjum. Á allsherjarþinginu hvatti Xi heimsbyggðina til þess að ná vopnum sínum eftir efnahagsáfall kórónuveirufaraldursins á vistvænan hátt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki kom þá fram í máli Xi hvernig Kína ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi eða hvernig ríkisstjórn hans skilgreindi það. „Kína mun uppfæra ætluð landsmarkmið sín [gagnvart Parísarsamkomulaginu] með því að taka upp sterka stefnu og aðgerðir,“ sagði Xi. Ræða Xi kom beint í kjölfar ávarps Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann skaut föstum skotum á Kína, meðal annars vegna „hömlulausrar mengunar“. Trump ætlar að draga Bandaríkin, annan stærsta losanda heims, úr Parísarsamkomulaginu og ríkisstjórn hans hefur afnumið og útvatnað fyrirhugaðar loftslags- og umhverfisaðgerðir. Li Shuo, sérfræðingur Grænfriðunga í loftslagsstefnu Kínverja, segir breska ríkisútvarpinu BBC að útspil Xi, beint í kjölfar ræðu Trump, hafi verið úthugsað. „Það sýnir stöðugan áhuga Xi á að notfæra sér loftslagsstefnu í alþjóðapólitískum tilgangi,“ segir hann. Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa farið versnandi í stjórnartíð Trump. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að nýtt kalt stríð gæti verið yfirvofandi.
Kína Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35