Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 14:37 Líkur hafa verið leiddar að því að skipan nýs og íhaldssams hæstaréttardómara eigi eftir að blása stuðningsmönnum Trump forseta eldmóð í brjóst rétt fyrir kosningar. AP/Chris Carlson Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. Repúblikanar stefna að því að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að meirihluti sé því andsnúinn. Í símaviðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í morgun sagðist Trump ætla að tilkynna um eftirmann Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, í lok þessarar viku. Þannig væri „nægur tími“ fyrir öldungadeild þingsins að staðfesta skipan dómarans fyrir kosningar sem fara fram 3. nóvember. Valið standi nú á milli fimm mögulegra dómaraefna sem öll eru konur. Líklegast hefur verið talið að Trump veldi Amy Coney Barrett, 48 ára gamlan áfrýjunardómara. Repúblikanar hafa keppst við að skipa unga dómara í embætti sem eru til lífstíðar. „Maður vill velja ungt vegna þess að þeir eru þarna lengi,“ sagði Trump við Fox. Mun hraðari afgreiðsla en undanfarna áratugi Takist repúblikönum að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni. Washington Post segir að það hafi tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu forseta á hæstaréttardómara frá 1975. Aðeins rúmir fjörutíu dagar eru nú til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt þessi áform og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseti, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hefur McConnell og aðrir repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa gefið til kynna að þeir styðji ekki að atkvæði verði greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þyrftu þó að minnsta kosti tveir repúblikanar til viðbótar að ganga úr skaftinu. Repúblikanar eru með 53 þingmenn gegn 47 demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, reitti demókrata til reiði þegar hann neitaði að leyfa þinginu að fjalla um dómaraefni Obama, Merrick Garland, í tíu mánuði fyrir kosningar árið 2016. Repúblikanar segja að munurinn þá og nú sé að nú fari repúblikanar með bæði forsetaembættið og meirihlutann í öldungadeildinni og því sé þeim frjálst að hespa skipan hæstaréttardómara af þegar enn skemmra er til kosninga.AP/Susan Walsh Helmingur repúblikana vill bíða Ný skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan hæstaréttardómara. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn því. Átta af hverjum tíu demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur repúblikana. Nái repúblikanar að staðfesta hæstaréttardómara fyrir kosningar kæmust íhaldsmenn við réttinn í afgerandi meirihluta, sex gegn þremur frjálslyndari dómurum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara við réttinn í forsetatíð sinni, báða í yngri kantinum. Þriðji dómarinn gæti sveigt stefnu hæstaréttar verulega til hægri næstu áratugina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira