Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 16:20 Pence varaforseti hefur leitt aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirunnar. Hann svaraði spurningum fréttamanna um gagnrýni Troye, fyrrverandi ráðgjafa hans, í gær. AP/Andrew Harnik Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. Hann segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum sýni að Donald Trump forseta „standi algerlega á sama um mannslíf“. Olivia Troye, sem var þjóðaröryggis-, hryðjuverka- og kórónuveiruráðgjafi Pence, lét af störfum í ágúst. Hún segist hafa verið repúblikani alla sína tíð en reynsla hennar í Hvíta húsinu hafi sannfært hana um að greiða Biden atkvæði sitt í forsetakosningunum 3. nóvember. „Orðræða forsetans og árásir hans á fólk innan ríkisstjórnarinnar sem er að reyna að vinna vinnuna sína auk þess sem hann dreifir fölskum frásögnum og röngum upplýsingum um veiruna hefur gert áframhaldandi viðbrögðin að klúðri,“ segir Troye í viðtali við Washington Post. Um 200.000 manns hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru öðru ríki. Viðbrögð alríkisstjórnar Trump við honum hafa verið harðlega gagnrýnd. Trump hefur vísvitandi og gegn betri vitund gert lítið úr alvarleika faraldursins og ríkisstjórn hans vanrækt að búa til áætlun um skimun og smitrakningu. Alríkisstjórnin kaus einnig að láta einstök ríki sjá um að bregðast við veirunni sem leiddi til þess að þau þurftu að keppa sín á milli um nauðsynlegan búnað, þar á meðal öndunarvélar og hlífðarbúnað. Sleppur við að taka í höndina á „viðbjóðslegu“ fólki Troye fer hörðum orðum um forsetann og viðbrögð stjórnarinnar við faraldrinum. Ráðgjafar Pence hafi fyrirlitið vísindamenn sem ráðlögðu ríkisstjórninni og vildu þess í stað draga upp mun bjartsýnni mynd af stöðunni en efni stóðu til. Trump sjálfur hafi svo ítrekað grafið undan ráðleggingum yfirvalda opinberlega, þar á meðal um grímunotkun og félagsforðun. Sjálf segist Troye myndu taka bóluefni gegn veirunni sem væri samþykkt fyrir kosningar með miklum fyrirvara. „Ég myndi ekki ráðleggja neinum sem mér er annt um að taka bóluefni sem kæmi fyrir kosningarnar. Ég myndi hlusta á sérfræðingana […] og ég myndi bíða til að fullvissa mig um að bóluefnið væri öruggt en ekki leikmunur sem tengdist kosningunum,“ segir Troye sem tók ríkan þátt í starfi aðgerðahópsins sem Pence stýrði. Trump var sjálfur sjaldnast viðstaddur fundi aðgerðahópsins. Á einum þeim fáu fundum sem hann mætti á varði hann 45 mínútum í að ræða um hversu illa tilteknir sjónvarpsmenn á Fox News-sjónvarpsstöðinni kæmu fram við hann. Í myndbandi sem Troye kemur fram í fyrir hóp repúblikana sem vinnur gegn endurkjöri Trump fullyrðir hún að Trump hafi séð björtu hliðarnar á faraldrinum á einum fundanna í Hvíta húsinu. Sóttvarnareglur þýddu að hann þyrfti ekki að taka í höndina á „þessu viðbjóðslega fólki“. Þar hafi forsetinn átt við sína eigin stuðningsmenn en sýklahræðsla hans er víðfræg. „Sannleikurinn er að honum er sama um alla nema sjálfan sig,“ segir Troye í myndbandinu. In this new ad @OliviaTroye reveals that during a COVID task force meeting, President Trump said "Maybe this COVID thing is a good thing. I don't have to shake hands with these disgusting people." WOW. pic.twitter.com/1W1tQgZCWv— Republican Voters Against Trump (@RVAT2020) September 17, 2020 Afskrifa Troye sem óánægðan fyrrverandi starfsmann Trump og Pence afskrifuðu gagnrýnina og Troye sem „óánæðan fyrrverandi starfsmann“. Hvíta húsið fullyrti í yfirlýsingu að Troye hafi hætt því hún hafi ekki verið starfi sínu vaxin. „Ég hef ekki hugmynd um hver hún er. Ég hef aldrei hitt hana, eftir því sem ég veit best. Kannski var hún í herbergi. Ég hef enga hugmynd um hver hún er. Hún þekkir mig ekki,“ sagði Trump við fréttamenn í gær. Pence, sem Troye tók sérstaklega fram að hún vildi ekki gagnrýna, sagðist ekki hafa lesið ummæli henni nákvæmlega. „En mér virðist þetta vera enn einn óánægði fyrrverandi starfsmaðurinn sem hefur ákveðið að blanda sér í pólitík á kosningaári,“ sagði Pence. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 30. júní 2020 15:11 Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7. júní 2020 12:13 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. Hann segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum sýni að Donald Trump forseta „standi algerlega á sama um mannslíf“. Olivia Troye, sem var þjóðaröryggis-, hryðjuverka- og kórónuveiruráðgjafi Pence, lét af störfum í ágúst. Hún segist hafa verið repúblikani alla sína tíð en reynsla hennar í Hvíta húsinu hafi sannfært hana um að greiða Biden atkvæði sitt í forsetakosningunum 3. nóvember. „Orðræða forsetans og árásir hans á fólk innan ríkisstjórnarinnar sem er að reyna að vinna vinnuna sína auk þess sem hann dreifir fölskum frásögnum og röngum upplýsingum um veiruna hefur gert áframhaldandi viðbrögðin að klúðri,“ segir Troye í viðtali við Washington Post. Um 200.000 manns hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru öðru ríki. Viðbrögð alríkisstjórnar Trump við honum hafa verið harðlega gagnrýnd. Trump hefur vísvitandi og gegn betri vitund gert lítið úr alvarleika faraldursins og ríkisstjórn hans vanrækt að búa til áætlun um skimun og smitrakningu. Alríkisstjórnin kaus einnig að láta einstök ríki sjá um að bregðast við veirunni sem leiddi til þess að þau þurftu að keppa sín á milli um nauðsynlegan búnað, þar á meðal öndunarvélar og hlífðarbúnað. Sleppur við að taka í höndina á „viðbjóðslegu“ fólki Troye fer hörðum orðum um forsetann og viðbrögð stjórnarinnar við faraldrinum. Ráðgjafar Pence hafi fyrirlitið vísindamenn sem ráðlögðu ríkisstjórninni og vildu þess í stað draga upp mun bjartsýnni mynd af stöðunni en efni stóðu til. Trump sjálfur hafi svo ítrekað grafið undan ráðleggingum yfirvalda opinberlega, þar á meðal um grímunotkun og félagsforðun. Sjálf segist Troye myndu taka bóluefni gegn veirunni sem væri samþykkt fyrir kosningar með miklum fyrirvara. „Ég myndi ekki ráðleggja neinum sem mér er annt um að taka bóluefni sem kæmi fyrir kosningarnar. Ég myndi hlusta á sérfræðingana […] og ég myndi bíða til að fullvissa mig um að bóluefnið væri öruggt en ekki leikmunur sem tengdist kosningunum,“ segir Troye sem tók ríkan þátt í starfi aðgerðahópsins sem Pence stýrði. Trump var sjálfur sjaldnast viðstaddur fundi aðgerðahópsins. Á einum þeim fáu fundum sem hann mætti á varði hann 45 mínútum í að ræða um hversu illa tilteknir sjónvarpsmenn á Fox News-sjónvarpsstöðinni kæmu fram við hann. Í myndbandi sem Troye kemur fram í fyrir hóp repúblikana sem vinnur gegn endurkjöri Trump fullyrðir hún að Trump hafi séð björtu hliðarnar á faraldrinum á einum fundanna í Hvíta húsinu. Sóttvarnareglur þýddu að hann þyrfti ekki að taka í höndina á „þessu viðbjóðslega fólki“. Þar hafi forsetinn átt við sína eigin stuðningsmenn en sýklahræðsla hans er víðfræg. „Sannleikurinn er að honum er sama um alla nema sjálfan sig,“ segir Troye í myndbandinu. In this new ad @OliviaTroye reveals that during a COVID task force meeting, President Trump said "Maybe this COVID thing is a good thing. I don't have to shake hands with these disgusting people." WOW. pic.twitter.com/1W1tQgZCWv— Republican Voters Against Trump (@RVAT2020) September 17, 2020 Afskrifa Troye sem óánægðan fyrrverandi starfsmann Trump og Pence afskrifuðu gagnrýnina og Troye sem „óánæðan fyrrverandi starfsmann“. Hvíta húsið fullyrti í yfirlýsingu að Troye hafi hætt því hún hafi ekki verið starfi sínu vaxin. „Ég hef ekki hugmynd um hver hún er. Ég hef aldrei hitt hana, eftir því sem ég veit best. Kannski var hún í herbergi. Ég hef enga hugmynd um hver hún er. Hún þekkir mig ekki,“ sagði Trump við fréttamenn í gær. Pence, sem Troye tók sérstaklega fram að hún vildi ekki gagnrýna, sagðist ekki hafa lesið ummæli henni nákvæmlega. „En mér virðist þetta vera enn einn óánægði fyrrverandi starfsmaðurinn sem hefur ákveðið að blanda sér í pólitík á kosningaári,“ sagði Pence.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 30. júní 2020 15:11 Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7. júní 2020 12:13 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47
Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 30. júní 2020 15:11
Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7. júní 2020 12:13
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38