Birna fékk skot í höfuðið: „Mér finnst þetta stórhættulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2020 14:45 Eyjakonur og Sólveig Lára Kristjánsdóttir huga að Birnu Berg Haraldsdóttur sem fékk boltann í höfuðið. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er enginn að reyna að skjóta í höfuðið á neinum en þetta er hræðilegt og ég vona að það sé í lagi með Birnu,“ segir Sigurlaug Rúnarsdóttir sem vill breyta fyrirkomulagi aukakasta í lok handboltaleikja. Birna Berg Haraldsdóttir fékk skot beint í höfuðið þegar Sólveig Lára Kristjánsdóttir freistaði þess að tryggja KA/Þór sigur gegn ÍBV í lok leiks liðanna í Olís-deildinni um helgina, en leikurinn fór 21-21. Sólveig tók aukakast af löngu færi á lokasekúndunni, og venju samkvæmt stilltu Eyjakonur sér upp í varnarvegg fyrir framan hana. „Þetta er óviljaverk og bara klaufalegt. Hún á bara að bomba þessu yfir þær, frekar en að bomba í greyið Birnu,“ segir Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Sólveig fékk rautt spjald en það breytir því ekki að Birna fékk þungt höfuðhögg: „Þetta væri ég til í að sjá tekið út úr handbolta – þetta lokaaukakast. Mér finnst þetta stórhættulegt. Ég myndi frekar vilja sjá einhverja aðra lausn á þessu, frekar en að sjá menn standa þarna beint fyrir framan. Frekar þá frítt skot af 12-14 metra færi. Það er kannski ekki hægt að sleppa þessu því þá fáum við grófari brot,“ segir Sigurlaug. „Í 90% tilvika endar boltinn í andlitinu á fólki,“ segir Sunneva en innslagið má sjá hér að neðan. „Það er enginn að reyna að skjóta í höfuðið á neinum en þetta er náttúrulega hræðilegt og ég vona að það sé bara í lagi með Birnu eftir þetta, því þetta er stutt færi og hún neglir í hana. Þetta getur orðið mjög alvarlegt,“ segir Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Fékk aukakast í andlitið Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Það er enginn að reyna að skjóta í höfuðið á neinum en þetta er hræðilegt og ég vona að það sé í lagi með Birnu,“ segir Sigurlaug Rúnarsdóttir sem vill breyta fyrirkomulagi aukakasta í lok handboltaleikja. Birna Berg Haraldsdóttir fékk skot beint í höfuðið þegar Sólveig Lára Kristjánsdóttir freistaði þess að tryggja KA/Þór sigur gegn ÍBV í lok leiks liðanna í Olís-deildinni um helgina, en leikurinn fór 21-21. Sólveig tók aukakast af löngu færi á lokasekúndunni, og venju samkvæmt stilltu Eyjakonur sér upp í varnarvegg fyrir framan hana. „Þetta er óviljaverk og bara klaufalegt. Hún á bara að bomba þessu yfir þær, frekar en að bomba í greyið Birnu,“ segir Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Sólveig fékk rautt spjald en það breytir því ekki að Birna fékk þungt höfuðhögg: „Þetta væri ég til í að sjá tekið út úr handbolta – þetta lokaaukakast. Mér finnst þetta stórhættulegt. Ég myndi frekar vilja sjá einhverja aðra lausn á þessu, frekar en að sjá menn standa þarna beint fyrir framan. Frekar þá frítt skot af 12-14 metra færi. Það er kannski ekki hægt að sleppa þessu því þá fáum við grófari brot,“ segir Sigurlaug. „Í 90% tilvika endar boltinn í andlitinu á fólki,“ segir Sunneva en innslagið má sjá hér að neðan. „Það er enginn að reyna að skjóta í höfuðið á neinum en þetta er náttúrulega hræðilegt og ég vona að það sé bara í lagi með Birnu eftir þetta, því þetta er stutt færi og hún neglir í hana. Þetta getur orðið mjög alvarlegt,“ segir Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Fékk aukakast í andlitið
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira