Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 23:17 Stuðningsmenn Trump fagna komu hans á fjöldafundinn. AP Photo/Andrew Harnik Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14