Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 11:52 Trump svaraði spurningum um fullyrðingar í bók Woodward eftir að hann hélt viðburð þar sem hann kynnti hæstaréttardómaraefni sem hann gæti tilnefnt á öðru kjörtímabili sínu. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“. Í nýrri bók kemur fram að Trump var fulljóst hversu alvarleg hættan af veirunni var þegar í febrúar. Upptökur eru til af samtölum Trump við Bob Woodward, blaðamann Washington Post, í tengslum við nýja bók þess síðarnefnda sem kemur út í næstu viku, þar á meðal af símtali þar sem Trump viðurkenndi að hann hefði alltaf viljað gera sem minnst úr faraldrinum. Í febrúar hafði Trump lýst því fjálglega fyrir Woodward hversu hættuleg veiran væri. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænari en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Um 190.000 Bandaríkamenn hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Alríkisstjórnin sem Trump stýrir er talin hafa klúðrað viðbrögðum við faraldrinum strax frá upphafi, meðal annars með því að grípa ekki strax til ráðstafana til að skima fyrir veirunni og rekja smit. Ríkisstjórn Trump lét einstökum ríkjum að mestu eftir að bregðast við faraldrinum sem skapaði ýmis vandamál fyrir þau að tryggja sér nauðsynlegan búnað eins og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og öndunarvélar. Þá hefur Trump ítrekað og í gegnum allan faraldurinn grafið undan sóttvarnatilmælum eigin ríkisstjórnar, sérstaklega um félagsforðun og grímunotkun. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra hluta af símtali Trump og Woodward þar sem forsetinn lýsir því hversu hættuleg kórónuveiran er. Vildi sýna „sjálfstraust“ og „styrkleika“ Uppljóstranirnar í bók Woodward vöktu mikla athygli í gær. Trump reyndi að svara fyrir sig þegar blaðamenn gengu á hann í Hvíta húsinu í gær en gekkst við því að hafa reynt að tala niður hættuna af faraldrinum. „Staðreyndin er sú að ég er klappstýra fyrir landið. Ég elska landið okkar og ég vil ekki að fólk sé hrætt. Ég vil ekki skapa skelfingu, eins og maður segir. Ég ætla sannarlega ekki að valda skelfingu í þessu landi eða í heiminum. Við viljum sýna sjálfstraust. Við viljum sýna styrkleika,“ sagði Trump sem lýsti bók Woodward sem „enn einni pólitískri árásinni“. Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi um mánaðaskeið hamrað á því að mikilvægast sé að fræða almenning um hættuna af kórónuveirunni svo að það fylgi tilmælum um félagsforðun og grímunotkun. Gagnrýnendur Trump segja holan hljóm í afsökunum hans um að hann hafi ekki viljað valda skelfingu með því að segja sannleikann. Þannig ali hann linnulítið á ótta almennings við innflytjendur, mótmælendur, róttæka vinstrimenn og óljóst samsæri embættismanna gegn honum. Svik upp á „líf og dauða“ við þjóðina Pólitískir andstæðingar Trump reyna nú að gera sér mat úr óheiðarleika hans um kórónuveirufaraldurinn á lokametrum kosningabaráttunna fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 3. nóvember. „Hann vissi og gerði viljandi lítið úr þessu. Það sem verra er þá laug hann að bandarísku þjóðinni. Hann laug vísvitandi og viljandi um ógnina sem steðjaði að þjóðinni í fleiri mánuði,“ sagði Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, við starfsmenn bílaverksmiðju í Michigan í gær. Sakaði Biden forsetann um að „svik upp á líf og dauða“ við bandarísku þjóðina. Gagnrýndur fyrir að sitja á upplýsingunum Woodward hefur sjálfur sætt gagnrýni eftir að fréttist að hann hefði setið á upptökum sem sýndu að Trump lygi að þjóðinni gegn betri vitund frá því í vetur. Hefur blaðamaðurinn verið sakaður um að taka sölu á bók sinni fram yfir lýðheilsu fólks. Hann ber því við að hann hafi þurft að ganga úr skugga um að það sem Trump sagði honum í símtölunum væri satt. „Hann segir mér þetta og ég hugsa: „Vá, það er athyglisvert en ætli það sé satt?“ Trump segir hluti sem standast ekki, ekki satt?“ sagði Woodward við AP-fréttastofuna. Hann hafi þurft að staðfesta hvað Trump vissi og hvenær hann vissi það. Það hafi ekki verið fyrr en í maí sem Woodward hafi verið orðinn þess fullviss að ummæli Trump byggðust á traustum heimildum en þá hefði faraldurinn verið búinn að dreifa úr sér um allt landið. „Ef ég hefði skrifað fréttina á þeim tíma um það sem hann vissi í febrúar hefði það ekki sagt okkur neitt sem við vissum ekki fyrir,“ segir Woodward sem lagði þess í stað alla áherslu á að koma bókinni út fyrir kosningarnar í haust. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“. Í nýrri bók kemur fram að Trump var fulljóst hversu alvarleg hættan af veirunni var þegar í febrúar. Upptökur eru til af samtölum Trump við Bob Woodward, blaðamann Washington Post, í tengslum við nýja bók þess síðarnefnda sem kemur út í næstu viku, þar á meðal af símtali þar sem Trump viðurkenndi að hann hefði alltaf viljað gera sem minnst úr faraldrinum. Í febrúar hafði Trump lýst því fjálglega fyrir Woodward hversu hættuleg veiran væri. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænari en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Um 190.000 Bandaríkamenn hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum. Alríkisstjórnin sem Trump stýrir er talin hafa klúðrað viðbrögðum við faraldrinum strax frá upphafi, meðal annars með því að grípa ekki strax til ráðstafana til að skima fyrir veirunni og rekja smit. Ríkisstjórn Trump lét einstökum ríkjum að mestu eftir að bregðast við faraldrinum sem skapaði ýmis vandamál fyrir þau að tryggja sér nauðsynlegan búnað eins og hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og öndunarvélar. Þá hefur Trump ítrekað og í gegnum allan faraldurinn grafið undan sóttvarnatilmælum eigin ríkisstjórnar, sérstaklega um félagsforðun og grímunotkun. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra hluta af símtali Trump og Woodward þar sem forsetinn lýsir því hversu hættuleg kórónuveiran er. Vildi sýna „sjálfstraust“ og „styrkleika“ Uppljóstranirnar í bók Woodward vöktu mikla athygli í gær. Trump reyndi að svara fyrir sig þegar blaðamenn gengu á hann í Hvíta húsinu í gær en gekkst við því að hafa reynt að tala niður hættuna af faraldrinum. „Staðreyndin er sú að ég er klappstýra fyrir landið. Ég elska landið okkar og ég vil ekki að fólk sé hrætt. Ég vil ekki skapa skelfingu, eins og maður segir. Ég ætla sannarlega ekki að valda skelfingu í þessu landi eða í heiminum. Við viljum sýna sjálfstraust. Við viljum sýna styrkleika,“ sagði Trump sem lýsti bók Woodward sem „enn einni pólitískri árásinni“. Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi um mánaðaskeið hamrað á því að mikilvægast sé að fræða almenning um hættuna af kórónuveirunni svo að það fylgi tilmælum um félagsforðun og grímunotkun. Gagnrýnendur Trump segja holan hljóm í afsökunum hans um að hann hafi ekki viljað valda skelfingu með því að segja sannleikann. Þannig ali hann linnulítið á ótta almennings við innflytjendur, mótmælendur, róttæka vinstrimenn og óljóst samsæri embættismanna gegn honum. Svik upp á „líf og dauða“ við þjóðina Pólitískir andstæðingar Trump reyna nú að gera sér mat úr óheiðarleika hans um kórónuveirufaraldurinn á lokametrum kosningabaráttunna fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 3. nóvember. „Hann vissi og gerði viljandi lítið úr þessu. Það sem verra er þá laug hann að bandarísku þjóðinni. Hann laug vísvitandi og viljandi um ógnina sem steðjaði að þjóðinni í fleiri mánuði,“ sagði Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, við starfsmenn bílaverksmiðju í Michigan í gær. Sakaði Biden forsetann um að „svik upp á líf og dauða“ við bandarísku þjóðina. Gagnrýndur fyrir að sitja á upplýsingunum Woodward hefur sjálfur sætt gagnrýni eftir að fréttist að hann hefði setið á upptökum sem sýndu að Trump lygi að þjóðinni gegn betri vitund frá því í vetur. Hefur blaðamaðurinn verið sakaður um að taka sölu á bók sinni fram yfir lýðheilsu fólks. Hann ber því við að hann hafi þurft að ganga úr skugga um að það sem Trump sagði honum í símtölunum væri satt. „Hann segir mér þetta og ég hugsa: „Vá, það er athyglisvert en ætli það sé satt?“ Trump segir hluti sem standast ekki, ekki satt?“ sagði Woodward við AP-fréttastofuna. Hann hafi þurft að staðfesta hvað Trump vissi og hvenær hann vissi það. Það hafi ekki verið fyrr en í maí sem Woodward hafi verið orðinn þess fullviss að ummæli Trump byggðust á traustum heimildum en þá hefði faraldurinn verið búinn að dreifa úr sér um allt landið. „Ef ég hefði skrifað fréttina á þeim tíma um það sem hann vissi í febrúar hefði það ekki sagt okkur neitt sem við vissum ekki fyrir,“ segir Woodward sem lagði þess í stað alla áherslu á að koma bókinni út fyrir kosningarnar í haust. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPA
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira