Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Laufey Tryggvadóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Helgi Birgisson skrifa 9. september 2020 07:00 Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. Í allri heilbrigðisþjónustu verða mannleg mistök. Það sker í hjartað þegar greint er frá slíkum mistökum og við finnum til sterkrar samkenndar með þeim sem mistökin bitna á og einnig þeim sem verða fyrir því að gera mistökin. En í kjölfarið af hinum sorglegu mistökum birtust nú í fjölmiðlum rangar staðhæfingar um skort á gæðaeftirliti í leitarstarfinu. Þær eru mjög á skjön við staðreyndir málsins, eins og sést best þegar Ísland er borið saman við önnur lönd varðandi árangur leghálskrabbameinsskimunar, sem mældur er í dánartíðni og nýgengi leghálskrabbameins þ.e. fjölda þeirra sem deyja og greinast á hverju ári. Íslandi er í hópi þeirra landa sem hafa lægsta dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim góða árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku (sjá mynd). Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000 (GLOBOCAN https://gco.iarc.fr/today/ og NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/ ). Myndin sýnir dánartíðni á Norðurlöndunum borin saman við heiminn (aldursstaðlaðar tölur af 100.000). Hjá Krabbameinsskránni hefur verið áætlað að starf Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi forðað um 500 konum á Íslandi frá því að deyja af völdum leghálskrabbameins. Þetta er reiknað út frá samanburði á dánartölum áranna 1972-2018 við framreiknaðar dánartölur sömu ára, miðað við óbreytta tíðni áranna 1967-1971 og tekið tillit til breytinga í fjölda og aldri kvenna. Nýgengi á Íslandi er nú 8,6 tilfelli á hverjar 100.000 konur, aðeins lægra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, meðan Finnland hefur lægsta nýgengið af Norðurlöndunum (NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/). Þegar leitin hófst, árið 1964, var nýgengið á Íslandi þrefalt hærra en nú og var þá í örum vexti vegna fjölgunar HPV smita, en HPV veirusýkingar valda leghálskrabbameini. Árangursrík skimun leiðir til langtíma lækkunar á nýgengi leghálskrabbameins, því þar eru forstigsbreytingar greindar og fjarlægðar áður en þær geta þróast yfir í krabbamein. Bólusetning gegn HPV veirum lækkar einnig nýgengið, en slík bólusetning hófst á Íslandi árið 2011. Árið 2018 setti Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) sér það framtíðarmarkmið að útrýma leghálskrabbameini sem lýðheilsuvandamáli og er markmiðið að ná nýgenginu niður fyrir 4 tilfelli á hverjar 100.000 konur í öllum löndum á næstu áratugum. Þess misskilnings hefur gætt að Ísland sé ekki að standa sig, þar sem við höfum ekki náð þessu viðmiði. En í dag hefur ennþá ekkert land með virka og lýðgrundaða krabbameinsskráningu náð svo lágu nýgengi til lengri tíma þótt Finnland sé býsna nálægt því. Þetta gæti samt tekist á næstu áratugum með aukinni beitingu HPV mælinga og fyrir tilstilli bóluefna sem ná til margra HPV veirustofna. Ástralir byrjuðu snemma að bólusetja mun víðtækari hópa, bæði varðandi aldur og kyn, en flestar aðrar þjóðir og telja þeir mögulegt að geta orðið fyrstir þjóða til að ná nýgenginu varanlega niður í 4 af 100.000, og að það gæti jafnvel gerst fyrir árið 2035. Vitað er að nánast engar skimanir hafa 100% næmi, sem þýðir að nokkrar konur á hverju ári fá falskt neikvæð svör varðandi forstigsbreytingar og gildir þetta í öllum löndum. Næmið hefur aukist undanfarin ár á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar eins og fram kemur í reglubundnu árlegu gæðaeftirliti. Má annars vegar rekja það til HPV mælinga sem gerðar eru á afbrigðilegum og ófullnægjandi leghálssýnum og hins vegar til þess að í byrjun árs 2019 var tekið í notkun tæki sem greinir afbrigðilegar frumur á rafrænan hátt, en það ár voru 70% leghálssýna skoðuð með tækinu. Hinn glæsilega árangur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins má þakka óeigingjörnu hugsjónastarfi, ekki eingöngu félagsins sem stofnsetti leitina árið 1964, heldur einnig allra þeirra sem hafa unnið starfið í áranna rás, hvort heldur eru lífeindafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir. Þar hefur alla tíð verið unnið af einurð og fagmennsku eins og árangurinn staðfestir. Þessu fólki ber að þakka sem og öllum konunum sem hafa mætt reglulega í skimun síðustu áratugina. Til að halda áfram þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í lækkaðri tíðni krabbameina í leghálsi er mikilvægt að konur mæti í skimun á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri. Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Jóhanna Eyrún Torfadóttir er næringar- og lýðheilsufræðingur hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Helgi Birgisson er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. Í allri heilbrigðisþjónustu verða mannleg mistök. Það sker í hjartað þegar greint er frá slíkum mistökum og við finnum til sterkrar samkenndar með þeim sem mistökin bitna á og einnig þeim sem verða fyrir því að gera mistökin. En í kjölfarið af hinum sorglegu mistökum birtust nú í fjölmiðlum rangar staðhæfingar um skort á gæðaeftirliti í leitarstarfinu. Þær eru mjög á skjön við staðreyndir málsins, eins og sést best þegar Ísland er borið saman við önnur lönd varðandi árangur leghálskrabbameinsskimunar, sem mældur er í dánartíðni og nýgengi leghálskrabbameins þ.e. fjölda þeirra sem deyja og greinast á hverju ári. Íslandi er í hópi þeirra landa sem hafa lægsta dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim góða árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku (sjá mynd). Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000 (GLOBOCAN https://gco.iarc.fr/today/ og NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/ ). Myndin sýnir dánartíðni á Norðurlöndunum borin saman við heiminn (aldursstaðlaðar tölur af 100.000). Hjá Krabbameinsskránni hefur verið áætlað að starf Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi forðað um 500 konum á Íslandi frá því að deyja af völdum leghálskrabbameins. Þetta er reiknað út frá samanburði á dánartölum áranna 1972-2018 við framreiknaðar dánartölur sömu ára, miðað við óbreytta tíðni áranna 1967-1971 og tekið tillit til breytinga í fjölda og aldri kvenna. Nýgengi á Íslandi er nú 8,6 tilfelli á hverjar 100.000 konur, aðeins lægra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, meðan Finnland hefur lægsta nýgengið af Norðurlöndunum (NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/). Þegar leitin hófst, árið 1964, var nýgengið á Íslandi þrefalt hærra en nú og var þá í örum vexti vegna fjölgunar HPV smita, en HPV veirusýkingar valda leghálskrabbameini. Árangursrík skimun leiðir til langtíma lækkunar á nýgengi leghálskrabbameins, því þar eru forstigsbreytingar greindar og fjarlægðar áður en þær geta þróast yfir í krabbamein. Bólusetning gegn HPV veirum lækkar einnig nýgengið, en slík bólusetning hófst á Íslandi árið 2011. Árið 2018 setti Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) sér það framtíðarmarkmið að útrýma leghálskrabbameini sem lýðheilsuvandamáli og er markmiðið að ná nýgenginu niður fyrir 4 tilfelli á hverjar 100.000 konur í öllum löndum á næstu áratugum. Þess misskilnings hefur gætt að Ísland sé ekki að standa sig, þar sem við höfum ekki náð þessu viðmiði. En í dag hefur ennþá ekkert land með virka og lýðgrundaða krabbameinsskráningu náð svo lágu nýgengi til lengri tíma þótt Finnland sé býsna nálægt því. Þetta gæti samt tekist á næstu áratugum með aukinni beitingu HPV mælinga og fyrir tilstilli bóluefna sem ná til margra HPV veirustofna. Ástralir byrjuðu snemma að bólusetja mun víðtækari hópa, bæði varðandi aldur og kyn, en flestar aðrar þjóðir og telja þeir mögulegt að geta orðið fyrstir þjóða til að ná nýgenginu varanlega niður í 4 af 100.000, og að það gæti jafnvel gerst fyrir árið 2035. Vitað er að nánast engar skimanir hafa 100% næmi, sem þýðir að nokkrar konur á hverju ári fá falskt neikvæð svör varðandi forstigsbreytingar og gildir þetta í öllum löndum. Næmið hefur aukist undanfarin ár á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar eins og fram kemur í reglubundnu árlegu gæðaeftirliti. Má annars vegar rekja það til HPV mælinga sem gerðar eru á afbrigðilegum og ófullnægjandi leghálssýnum og hins vegar til þess að í byrjun árs 2019 var tekið í notkun tæki sem greinir afbrigðilegar frumur á rafrænan hátt, en það ár voru 70% leghálssýna skoðuð með tækinu. Hinn glæsilega árangur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins má þakka óeigingjörnu hugsjónastarfi, ekki eingöngu félagsins sem stofnsetti leitina árið 1964, heldur einnig allra þeirra sem hafa unnið starfið í áranna rás, hvort heldur eru lífeindafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir. Þar hefur alla tíð verið unnið af einurð og fagmennsku eins og árangurinn staðfestir. Þessu fólki ber að þakka sem og öllum konunum sem hafa mætt reglulega í skimun síðustu áratugina. Til að halda áfram þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í lækkaðri tíðni krabbameina í leghálsi er mikilvægt að konur mæti í skimun á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri. Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Jóhanna Eyrún Torfadóttir er næringar- og lýðheilsufræðingur hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Helgi Birgisson er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun