Hvaða PISA-álegg má bjóða þér? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. september 2020 18:00 Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun