Hvaða PISA-álegg má bjóða þér? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. september 2020 18:00 Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun