Hvaða PISA-álegg má bjóða þér? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. september 2020 18:00 Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Menntavegurinn svokallaði er vegur sem við göngum öll, enda er sú ganga bundin í lög fyrir börn á aldrinum 6 - 16 ára. Menntavegurinn á að undirbúa okkur fyrir þátttöku í samfélaginu í allri sinni dýrð. Við komum í þessa göngu mismunandi skóuð, í alls konar formi og með fjölbreytt nesti. Enda liggja vegirnir til allra átta og engin með sama áfangastað. Það væri einsleitt og í raun leiðinlegt samfélag ef svo væri. Aðalnámskrá grunnskólanna var fyrst mótuð áður en internetið var orðið að hugmynd - hvað þá bólu. Skólakerfið byggir samt sem áður starf sitt enn á þessari námskrá. Hin svokallaða PISA-könnun er á sama tíma að leggja áherslu á að mæla þætti sem börn og ungmenni áttu að vera góð í fyrir áratugum síðan og útiloka, að mínu mati, færni sem við þurfum í dag og munum nota í framtíðinni. Börn nútímans búa einfaldlega við aðra kunnáttu og færni en byggt var á þegar aðalnámskráin var fyrst mótuð. Eins og flestir vita hafa niðurstöður PISA-könnunar sýnt fram á verri árangur í læsi og náttúrufræði hjá íslenskum börnum og ungmennum. Menntamálaráðherra bregst við með því að leggja til breytingu á viðmiðunarstundarskrá grunnskólanna. Hún vill bæta við kennslustundum í íslensku og náttúrufræði sem á að bæta árangur Íslands í PISA. Með því að fjölga stundum í þessum tveim fögum mun svigrúm skólanna til að ráðstafa kennslutímanum minnka til muna og þar með takmarka stundir í valfögum á borð við skapandi greinar eða aðrar þær greinar sem ýta undir styrkleika hvers nemanda. Við, fulltrúar meirihlutans í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur tókum tillögu menntamálaráðherra fyrir á ráðsfundi í dag. Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og er með flesta skóla á sínum snærum. Þess má geta að menntamálaráðherra hafði ekkert samráð Reykjavík við gerð þessarar tillögu. Við í meirihlutanum setjum hér mikinn fyrirvara við þessar breytingar enda stangast þær á við menntastefnu borgarinnar sem ber nafnið; Látum draumana rætast. Í henni er leiðarstefið að menntun byggi á ólíkum áhugasviðum, hæfileikum og færni hvers og eins. Tillaga menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir þessu og þrengir gönguveginn sjálfan og fækkar áfangastöðum umtalsvert. Það má því eiginlega segja að þessi tillaga láti íslenska nemendur taka mörg skref til baka en ekki áfram á menntaveginum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun