Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:53 Trump ræddi ummælin um fallna hermenn sem hafa verið höfð eftir honum á viðburði í Hvíta húsinu í kvöld. Vísir/EPA Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira