Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:53 Trump ræddi ummælin um fallna hermenn sem hafa verið höfð eftir honum á viðburði í Hvíta húsinu í kvöld. Vísir/EPA Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. Trump og ráðgjafar hans þvertaka fyrir það þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi heimildir fyrir því sem hann á að hafa sagt. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Trump brást hart við fréttunum og sagði engan fót fyrir þeim. Núverandi og fyrrverandi embættismenn og starfsmenn hans hafa tekið undir það í dag án þess þó að hafna því sérstaklega að Trump hafi látið ummæli af þessu tagi falla. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem skrifaði harðorða bók um reynslu sína af forsetanum kom honum til varnar í dag og neitaði því að ástæða þess að Trump hætti við heimsókn í grafreit bandarískra hermanna í heimsókn sinni í Frakkland hefði verið að hann teldi ekki ástæðu til að heiðra þá. Ástæðan hefði verið sú að ekki hefði verið hægt að flytja Trump þangað með öruggum hætti vegna veðurs og aðstæðna. Biden, keppinautur Trump í forsetakosningunum í nóvember, ræddi um fréttirnar af ummælum forsetans í ræðu í Delaware í dag. Lýsti hann fréttunum sem „viðbjóðslegum“ ef þær væru sannar. Washington Post segir að Biden hafi verið sjáanlega reiður þegar hann hafnaði því að sonur sinn Beau Biden eða aðrir hermenn hefðu verið „flón“ fyrir að bjóða sig fram til herþjónustu, sérstaklega þeir sem sneru aldrei aftur heim úr stríði. „Trump forseti hefur sýnt fram á að hann hefur enga skyldurækni og enga hollustu við annan málstað en sjálfan sig. Ég er alltaf varaður við því að missa stjórn á skapi mínu. Þetta gæti verið það næsta sem ég hef komist því í þessari kosningabaráttu,“ sagði Biden með fyrirvara um áreiðanleika fréttanna. Ýjaði að því að Kelly væri einn heimildarmannanna Ónefndu heimildarmenn bandarískra fjölmiðla sögðu einnig að Trump hefði látið ónærgætin ummæli falla þegar hann stóð yfir leiði sonar Johns Kelly, þáverandi heimavarnaráðherra hans og síðar starfsmannastjóra Hvíta hússins, í hergrafreitnum í Arlington árið 2017. Trump á að hafa spurt Kelly hvers vegna sonur hans og aðrir hermenn hefðu boðið sig sjálfviljugir fram til herþjónustu og hvað þeir hefðu haft upp úr því. Ber heimildarmönnunum saman um að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna nokkur myndi fara í sjálfboðavinnu fyrir herinn frekar en að græða peninga. Hann líti á þá sem komu sér ekki undan herskyldu eins og hann gerði í Víetnamstríðinu sem „flón“. Á viðburði í Hvíta húsinu í dag ýjaði Trump að því að Kelly gæti hafa verið einn heimildarmanna þeirra fjölmiðla sem sögðu frá meintum ummælum hans um fallna hermenn en sagðist þó ekki vita það fyrir víst. „Þetta er fólk sem er öfundsjúkt. Þetta er fólk sem er reitt yfir því að vera ekki hér lengur,“ sagði Trump og sakaði Kelly um að hafa ekki valdið starfi sínu sem starfsmannastjóri Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira