Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 23:55 Formlegt tilefni heimsóknar Trump til Norður-Karólínu var minningarathöfn um að 75 ár væru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og lögðu aðstoðarmenn hans áherslu á að hún væri ekki liður í kosningabaráttu. Í formlegri ræðu notaði Trump þó tækifærið og gaf í skyn að keppinautur sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, væri elliær. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. Ummælin lét Trump falla þegar hann heimsótti Norður-Karólínu í dag en það er eitt af þeim ríkjum sem gæti ráðið úrslitum í forsetakosningunum í haust. Forsetinn hefur undanfarna mánuði keppst við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna og þá sérstaklega póstatkvæða sem mörg ríki bjóða upp á í ríkari mæli til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. „Látið þau senda þau [atkvæðin] inn og látið þau svo fara og kjósa og ef kerfið er eins gott og þau segja að það sé þá fá þau augljóslega ekki að kjósa. Ef það er ekki talið geta þau kosið. Þannig ætti það að vera og það ættu þau að gera,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann bæri traust til póstatkvæða sem notuð eru í Norður-Karólínu. Færu stuðningsmenn Trump að uppástungu forsetans gerðust þeir sekir um lögbrot því ólöglegt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni, að sögn fréttastofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Trump hefur lagt fram litlar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik. Hann hefur engu að síður ítrekað haldið því fram að kosningarnar verði ómarktækar verði kjósendum gert kleift að greiða atkvæði með pósti í auknum mæli. Í sumum ríkjum eru kosningar þó eingöngu haldnar með póstatkvæðum. Repúblikanar og framboð Trump hafa höfðað nokkur dómsmál til þess að koma í veg fyrir að ríkisyfirvöld rýmki rétt kjósenda til póstatkvæða í faraldrinum. Trump kaus þó sjálfur með póstatkvæði í forvali repúblikana á Flórída fyrr á þessu ári.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50 Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17. ágúst 2020 06:50
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30