Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 08:55 Hundasnyrtar að störfum í Hong Kong í gær. Vísir/vilhelm Yfirvöld í Hong Kong hafa varað fólk við því að kyssa gæludýr sín eftir að kórónaveira greindist þar í hundi. Þá biðla yfirvöld einnig til fólks að yfirgefa ekki gæludýr sín og halda ró sinni. Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. Eigandi hundsins í Hong Kong hafði smitast af kórónuveirunni. Hundurinn, sem er af tegundinni pomeranian, var í kjölfarið prófaður fyrir veirunni og sýni úr honum sýndi „veika jákvæða“ niðurstöðu. Hundurinn var fyrst prófaður 26. febrúar, næst 28. sama mánaðar og að síðustu 2. mars. Niðurstaðan var sú sama í öllum tilvikum. Ekkert bendi til þess að dýr geti smitast Guardian hefur eftir upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti Hong Kong að veiran hafi líklegast borist í hundinn úr manni. Hundurinn sýnir engin einkenni veirunnar og virðist við hestaheilsu í einangrun í Hong Kong. Hann verður þar þangað til sýni úr honum hætta að sýna jákvæða niðurstöðu. Þá verður honum skilað til eiganda síns. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa rannsakað málið. Reynt hefur verið að skera úr um það hvort hundurinn hafi í reynd smitast af veirunni eða hvort hún hafi borist í hann úr umhverfinu. WHO segir ekkert benda til þess að dýr á borð við hunda og ketti geti smitast af kórónuveirunni. Yfirvöld í Hong Kong beina því til gæludýraeigenda að viðhafa hreinlæti, einkum eftir að hafa meðhöndlað dýrin sjálf og mat þeirra, auk þess sem þeir eru hvattir til að kyssa þau ekki. Hið síðarnefnda eigi einkum við um þá sem eru veikir fyrir. Nýjar upplýsingar berast stöðugt Matvælastofnun hefur gefið út upplýsingar og leiðbeiningar vegna gæludýra og kórónuveirunnar. Á vef stofnunarinnar segir að fylgst sé vel með þekkingarþróun á þessu sviði en í gær, þegar leiðbeiningarnar voru birtar, hafði engum „útskilnaði á þessari veiru“ verið lýst hjá húsdýrum eða gæludýrum. Þá hafi ekki verið staðfest að menn geti smitað dýr. „Þetta er nýr sjúkdómur og því er hann og smitleiðir hans ekki fullrannsakaðar en nýjar upplýsingar berast stöðugt. Matvælastofnun mælir með að einstaklingar sem eru í sóttkví í heimahúsi og einangrun í heimahúsi takmarki snertingu sína við matvælaframleiðandi dýr.“ Þá sé engin ástæða fyrir fólk að vera ekki með gæludýrum sínum. Þau geti jafnframt veitt mikilvægan andlegan stuðning við erfiðar aðstæður. Þá sé talið fræðilega mögulegt að dýr geti borið smit frá einum einstaklingi til annars án þess að smitast sjálft. Sú smitleið sé þó ekki þýðingarmikil. „Veiran smitast aðallega milli fólks. Ekki er útilokað að dýr geti borið veirur í feldi, húð og slímhúð í nokkurn tíma eftir snertingu við smitandi mann en ekki hefur verið sýnt fram á að dýr skilji út veirur. Það er alltaf mælt með því að þvo hendur eftir snertingu við dýr.“ Auður L. Arnþórsdóttir, sérgreinadýralæknir faraldsfræði hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið um málið í morgun að tilkynning um hundinn í Hong Kong sé eina tilfellið sem tilkynnt hafi verið til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. Að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að fólk í sóttkví komi gæludýrunum sínum í gæslu annars staðar. Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hong Kong Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Yfirvöld í Hong Kong hafa varað fólk við því að kyssa gæludýr sín eftir að kórónaveira greindist þar í hundi. Þá biðla yfirvöld einnig til fólks að yfirgefa ekki gæludýr sín og halda ró sinni. Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. Eigandi hundsins í Hong Kong hafði smitast af kórónuveirunni. Hundurinn, sem er af tegundinni pomeranian, var í kjölfarið prófaður fyrir veirunni og sýni úr honum sýndi „veika jákvæða“ niðurstöðu. Hundurinn var fyrst prófaður 26. febrúar, næst 28. sama mánaðar og að síðustu 2. mars. Niðurstaðan var sú sama í öllum tilvikum. Ekkert bendi til þess að dýr geti smitast Guardian hefur eftir upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti Hong Kong að veiran hafi líklegast borist í hundinn úr manni. Hundurinn sýnir engin einkenni veirunnar og virðist við hestaheilsu í einangrun í Hong Kong. Hann verður þar þangað til sýni úr honum hætta að sýna jákvæða niðurstöðu. Þá verður honum skilað til eiganda síns. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa rannsakað málið. Reynt hefur verið að skera úr um það hvort hundurinn hafi í reynd smitast af veirunni eða hvort hún hafi borist í hann úr umhverfinu. WHO segir ekkert benda til þess að dýr á borð við hunda og ketti geti smitast af kórónuveirunni. Yfirvöld í Hong Kong beina því til gæludýraeigenda að viðhafa hreinlæti, einkum eftir að hafa meðhöndlað dýrin sjálf og mat þeirra, auk þess sem þeir eru hvattir til að kyssa þau ekki. Hið síðarnefnda eigi einkum við um þá sem eru veikir fyrir. Nýjar upplýsingar berast stöðugt Matvælastofnun hefur gefið út upplýsingar og leiðbeiningar vegna gæludýra og kórónuveirunnar. Á vef stofnunarinnar segir að fylgst sé vel með þekkingarþróun á þessu sviði en í gær, þegar leiðbeiningarnar voru birtar, hafði engum „útskilnaði á þessari veiru“ verið lýst hjá húsdýrum eða gæludýrum. Þá hafi ekki verið staðfest að menn geti smitað dýr. „Þetta er nýr sjúkdómur og því er hann og smitleiðir hans ekki fullrannsakaðar en nýjar upplýsingar berast stöðugt. Matvælastofnun mælir með að einstaklingar sem eru í sóttkví í heimahúsi og einangrun í heimahúsi takmarki snertingu sína við matvælaframleiðandi dýr.“ Þá sé engin ástæða fyrir fólk að vera ekki með gæludýrum sínum. Þau geti jafnframt veitt mikilvægan andlegan stuðning við erfiðar aðstæður. Þá sé talið fræðilega mögulegt að dýr geti borið smit frá einum einstaklingi til annars án þess að smitast sjálft. Sú smitleið sé þó ekki þýðingarmikil. „Veiran smitast aðallega milli fólks. Ekki er útilokað að dýr geti borið veirur í feldi, húð og slímhúð í nokkurn tíma eftir snertingu við smitandi mann en ekki hefur verið sýnt fram á að dýr skilji út veirur. Það er alltaf mælt með því að þvo hendur eftir snertingu við dýr.“ Auður L. Arnþórsdóttir, sérgreinadýralæknir faraldsfræði hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið um málið í morgun að tilkynning um hundinn í Hong Kong sé eina tilfellið sem tilkynnt hafi verið til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. Að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að fólk í sóttkví komi gæludýrunum sínum í gæslu annars staðar.
Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hong Kong Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04