Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 07:58 Barack Obama, Kamala Harris, Hillary Clinton og Elizabeth Warren. Vísir/AP Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira