Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 16:00 Trump snýr aftur eftir golfhring á velli í hans eigu í Virginíu í október. Leyniþjónustan hefur þurft að greiða fyrirtækjum forsetans háar fjárhæðir vegna tíðra ferða hans í eigin klúbba og hótel. Vísir/EPA Fyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur rukkað leyniþjónustuna sem annast öryggisgæslu forsetans um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar hann dvelur í eigin klúbbum. Trump hefur varið um þriðjungi forsetatíðar sinnar í golfklúbbum sínum og öðrum eignum. Gögn sem Washington Post hefur séð eða fengið lýsingar á sýna að Mar-a-Lago-klúbbur Trump á Flórída rukkaði leyniþjónustuna um 650 dollara, jafnvirði rúmra 82 þúsund íslenskra króna, á nótt fyrir herbergi fyrir fulltrúa hennar sem gættu öryggis forsetans í tuga skipta árið 2017. Dæmi er um að Trump-golfklúbburinn í Bedminster í New Jersey hafi rukkað leyniþjónustuna um 17.000 dollara, jafnvirði um 2,1 milljónar króna, á mánuði fyrir leigu á þriggja herbergja kofa á landareigninni þegar leyniþjónustumenn dvöldu þar í tengslum við dvöl Trump árið 2017. Það er margfalt hærri upphæð en almennt leiguverð á sambærilegu húsnæði á svæðinu. Trump-fyrirtækið, sem synir forsetans stýra, hefur alla tíð haldið því fram að það rukki aðeins kostnaðarverð vegna þjónustu við leyniþjónustuliðið sem alltaf þarf að fylgja forsetanum. Blaðið segir að gögnin sem það hefur séð sýni fram á annað. „Ef faðir minn ferðast gista þeir í eignum okkar ókeypis, í þeim skilningi, eins og kostnaður við herbergisþrif,“ fullyrti Eric Trump, sonur forsetans í viðtali í fyrra. Leyniþjónustumenn sem gæta öryggi forsetans að störfum við golfklúbb Trump í Virginíu.Vísir/EPA Tuga milljóna króna greiðslur til fyrirtækja forsetans Ólíkt fyrri forsetum Bandaríkjanna neitaði Trump að slíta tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann eftirlét sonum sínum daglegan rekstur fyrirtækjanna en nýtur enn fjárhagslegra ávaxta þeirra. Gögn Washington Post benda til þess að hann eigi í umtalverðu en duldu viðskiptasambandi við alríkisstjórnina sem hann stýrir. Umfang greiðslna leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump liggur ekki fyrir þar sem stofnunin hefur ekki skráð þær í opinbera gagnagrunna um útgjöld alríkisstjórnarinnar. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram í einstökum kröfum félagasamtaka og fjölmiðla á grundvelli upplýsingalaga. Bandaríska blaðið fann 103 greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump frá janúar 2017 til apríl 2018. Flestar þeirra fóru til Trump-alþjóðahótelsins í Washington-borg og golfklúbba hans í New Jersey og Flórída. Þær námu meira en 471.000 dollurum, jafnvirði 59,5 milljóna króna. Heildarupphæðin er talin mun hærri þar sem þær greiðslur ná aðeins til hluta af ferðalögum forsetans til eigin eigna. Fyrirtækið svaraði ekki fyrirspurn blaðsins um hversu mikið það rukkaði leyniþjónustuna en hafnaði því að það rukkaði 82 þúsund krónur á nóttu, án þess þó að hafna því að það hefði verið gert áður. Hvíta húsið brást ekki við fyrirspurn blaðsins um greiðslurnar. Eric Trump fullyrti í yfirlýsingu að fyrirtækin bjóði leyniþjónustunni herbergi á „kostnaðarverði“ en skýrði ekki frekar hvernig það verð væri reiknað út. Hélt hann því fram að fyrirtækin yrðu að rukka eitthvað fyrir þjónustuna en vísaði ekki til lagaheimilda þess efnis. Leyniþjónustan segist gæta að jafnvægi á milli öryggis í störfum hennar og ráðdeildar í útgjöldum. Hún svaraði ekki hvers vegna greiðslna til fyrirtækja Trump sé ekki getið í opinberum gögnum. Forseti Bandaríkjanna er undanskilinn lögum um hagsmunaárekstra og leyniþjónustan er undanþegin skilyrðum sem annars gilda um hámarkshótelkostnað sem alríkisstjórnin greiðir fyrir starfsmenn sína. Því var fyrirtæki Trump frjálst að rukka bandaríska ríkissjóðinn um hverja þá upphæð sem því sýndist. Hluti af bílalest Bandaríkjaforseta við golfvöll hans í Virginíu.Vísir/EPA Um þriðjungur forsetatíðarinnar í eigin klúbbum og hótelum Í kosningabaráttunni árið 2016 sagði Trump kjósendum að hann hefði engan tíma til að ferðast yrði hann kjörinn forseti. Önnur hefur orðið raunin þegar hann settist í Hvíta húsið. Hann hefur nú varið 342 dögum í einkaklúbbum sínum og hótelum, um þriðjungi forsetatíðar sinnar. Forsetinn hefur fullyrt að hann vinni í þessum ferðalögum en þekkt er að hann ver stórum hluta þeirra á golfvellinum. Leyniþjónustunni ber að gera Bandaríkjaþingi grein fyrir útgjöldum sínum tvisvar á ári, þar á meðal fyrir greiðslum til fyrirtækja Trump. Frá 2016 hefur leyniþjónustan hins vegar aðeins skilað tveimur af þeim sex skýrslum sem henni bar á þeim tíma. Vísar hún til þess að starfsmenn hafi horfið á braut og að enginn hafi verið ráðinn í þeirra stað. Í skýrslunum sem stofnunin hefur skilað frá 2016 var ekki getið um greiðslur til golfklúbbanna í Bedminster og Mar-a-Lago. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hefur sett sig upp á móti kröfum demókrata um að upplýst verði um umfang greiðslna til fyrirtækja forsetans þar til í fyrsta lagi í desember á þessu ári, mánuði eftir forsetakosningarnar. Fyrri forsetar hafa leyft fulltrúum leyniþjónustunnar að hafa afnot af húsnæði eða aðstöðu án endurgjalds, þar á meðal George H.W. Bush, Bill Clinton og George Bush. Eina dæmið sem Washington Post fann um að forseti eða varaforseti hafi rukkað leyniþjónustuna um leigu var Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Hann rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 278.000 króna, fyrir kofa á landareign hans í Delaware. Alls fékk hann jafnvirði um 21,7 milljóna króna í slíkar greiðslur á sex ára tímabili en ólíkt greiðslunum til fyrirtækja Trump voru þær skráðar opinberlega. Miða við þær greiðslur sem Washington Post veit um fór heildarupphæð greiðslnanna til Trump fram úr því sem Biden fékk strax á fyrstu þremur mánuðum forsetatíðar hans. Trump ætlaði upphaflega að halda fund G7-ríkja í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída í næsta ári og lét tilkynna um það í október. Hann hætti við þau áform eftir að gagnrýnisraddir um hagsmunaárekstra heyrðust jafnvel innan Repúblikanaflokks hans. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fundur G7 verður ekki haldinn á golfklúbbi Trump Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar. 20. október 2019 11:59 Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53 Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump 17. október 2019 18:08 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur rukkað leyniþjónustuna sem annast öryggisgæslu forsetans um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar hann dvelur í eigin klúbbum. Trump hefur varið um þriðjungi forsetatíðar sinnar í golfklúbbum sínum og öðrum eignum. Gögn sem Washington Post hefur séð eða fengið lýsingar á sýna að Mar-a-Lago-klúbbur Trump á Flórída rukkaði leyniþjónustuna um 650 dollara, jafnvirði rúmra 82 þúsund íslenskra króna, á nótt fyrir herbergi fyrir fulltrúa hennar sem gættu öryggis forsetans í tuga skipta árið 2017. Dæmi er um að Trump-golfklúbburinn í Bedminster í New Jersey hafi rukkað leyniþjónustuna um 17.000 dollara, jafnvirði um 2,1 milljónar króna, á mánuði fyrir leigu á þriggja herbergja kofa á landareigninni þegar leyniþjónustumenn dvöldu þar í tengslum við dvöl Trump árið 2017. Það er margfalt hærri upphæð en almennt leiguverð á sambærilegu húsnæði á svæðinu. Trump-fyrirtækið, sem synir forsetans stýra, hefur alla tíð haldið því fram að það rukki aðeins kostnaðarverð vegna þjónustu við leyniþjónustuliðið sem alltaf þarf að fylgja forsetanum. Blaðið segir að gögnin sem það hefur séð sýni fram á annað. „Ef faðir minn ferðast gista þeir í eignum okkar ókeypis, í þeim skilningi, eins og kostnaður við herbergisþrif,“ fullyrti Eric Trump, sonur forsetans í viðtali í fyrra. Leyniþjónustumenn sem gæta öryggi forsetans að störfum við golfklúbb Trump í Virginíu.Vísir/EPA Tuga milljóna króna greiðslur til fyrirtækja forsetans Ólíkt fyrri forsetum Bandaríkjanna neitaði Trump að slíta tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann eftirlét sonum sínum daglegan rekstur fyrirtækjanna en nýtur enn fjárhagslegra ávaxta þeirra. Gögn Washington Post benda til þess að hann eigi í umtalverðu en duldu viðskiptasambandi við alríkisstjórnina sem hann stýrir. Umfang greiðslna leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump liggur ekki fyrir þar sem stofnunin hefur ekki skráð þær í opinbera gagnagrunna um útgjöld alríkisstjórnarinnar. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram í einstökum kröfum félagasamtaka og fjölmiðla á grundvelli upplýsingalaga. Bandaríska blaðið fann 103 greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump frá janúar 2017 til apríl 2018. Flestar þeirra fóru til Trump-alþjóðahótelsins í Washington-borg og golfklúbba hans í New Jersey og Flórída. Þær námu meira en 471.000 dollurum, jafnvirði 59,5 milljóna króna. Heildarupphæðin er talin mun hærri þar sem þær greiðslur ná aðeins til hluta af ferðalögum forsetans til eigin eigna. Fyrirtækið svaraði ekki fyrirspurn blaðsins um hversu mikið það rukkaði leyniþjónustuna en hafnaði því að það rukkaði 82 þúsund krónur á nóttu, án þess þó að hafna því að það hefði verið gert áður. Hvíta húsið brást ekki við fyrirspurn blaðsins um greiðslurnar. Eric Trump fullyrti í yfirlýsingu að fyrirtækin bjóði leyniþjónustunni herbergi á „kostnaðarverði“ en skýrði ekki frekar hvernig það verð væri reiknað út. Hélt hann því fram að fyrirtækin yrðu að rukka eitthvað fyrir þjónustuna en vísaði ekki til lagaheimilda þess efnis. Leyniþjónustan segist gæta að jafnvægi á milli öryggis í störfum hennar og ráðdeildar í útgjöldum. Hún svaraði ekki hvers vegna greiðslna til fyrirtækja Trump sé ekki getið í opinberum gögnum. Forseti Bandaríkjanna er undanskilinn lögum um hagsmunaárekstra og leyniþjónustan er undanþegin skilyrðum sem annars gilda um hámarkshótelkostnað sem alríkisstjórnin greiðir fyrir starfsmenn sína. Því var fyrirtæki Trump frjálst að rukka bandaríska ríkissjóðinn um hverja þá upphæð sem því sýndist. Hluti af bílalest Bandaríkjaforseta við golfvöll hans í Virginíu.Vísir/EPA Um þriðjungur forsetatíðarinnar í eigin klúbbum og hótelum Í kosningabaráttunni árið 2016 sagði Trump kjósendum að hann hefði engan tíma til að ferðast yrði hann kjörinn forseti. Önnur hefur orðið raunin þegar hann settist í Hvíta húsið. Hann hefur nú varið 342 dögum í einkaklúbbum sínum og hótelum, um þriðjungi forsetatíðar sinnar. Forsetinn hefur fullyrt að hann vinni í þessum ferðalögum en þekkt er að hann ver stórum hluta þeirra á golfvellinum. Leyniþjónustunni ber að gera Bandaríkjaþingi grein fyrir útgjöldum sínum tvisvar á ári, þar á meðal fyrir greiðslum til fyrirtækja Trump. Frá 2016 hefur leyniþjónustan hins vegar aðeins skilað tveimur af þeim sex skýrslum sem henni bar á þeim tíma. Vísar hún til þess að starfsmenn hafi horfið á braut og að enginn hafi verið ráðinn í þeirra stað. Í skýrslunum sem stofnunin hefur skilað frá 2016 var ekki getið um greiðslur til golfklúbbanna í Bedminster og Mar-a-Lago. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hefur sett sig upp á móti kröfum demókrata um að upplýst verði um umfang greiðslna til fyrirtækja forsetans þar til í fyrsta lagi í desember á þessu ári, mánuði eftir forsetakosningarnar. Fyrri forsetar hafa leyft fulltrúum leyniþjónustunnar að hafa afnot af húsnæði eða aðstöðu án endurgjalds, þar á meðal George H.W. Bush, Bill Clinton og George Bush. Eina dæmið sem Washington Post fann um að forseti eða varaforseti hafi rukkað leyniþjónustuna um leigu var Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Hann rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 278.000 króna, fyrir kofa á landareign hans í Delaware. Alls fékk hann jafnvirði um 21,7 milljóna króna í slíkar greiðslur á sex ára tímabili en ólíkt greiðslunum til fyrirtækja Trump voru þær skráðar opinberlega. Miða við þær greiðslur sem Washington Post veit um fór heildarupphæð greiðslnanna til Trump fram úr því sem Biden fékk strax á fyrstu þremur mánuðum forsetatíðar hans. Trump ætlaði upphaflega að halda fund G7-ríkja í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída í næsta ári og lét tilkynna um það í október. Hann hætti við þau áform eftir að gagnrýnisraddir um hagsmunaárekstra heyrðust jafnvel innan Repúblikanaflokks hans.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fundur G7 verður ekki haldinn á golfklúbbi Trump Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar. 20. október 2019 11:59 Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53 Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump 17. október 2019 18:08 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fundur G7 verður ekki haldinn á golfklúbbi Trump Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar. 20. október 2019 11:59
Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00
Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15
Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump 17. október 2019 18:08