Pick-Szeged lagði PSG af velli í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, lokatölur 32-29.
Guðjón Valur Sigurðsson kom ekki við sögu hjá PSG sem byrjaði leikinn stórkostlega og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Það fór hins vegar allt í baklás í síðari hálfleik og Pick-Szeged gekk á lagið og vann á endanum leikinn með þriggja marka mun, 32-29.
Stefán Rafn Siguarmannsson komst ekki á blað hjá Pick-Szeged en hann náði aðeins einu skoti í leiknum.
Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Pick-Szeged eru nú í 2. sæti A-riðils, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona. PSG eru svo í 3. sætinu með 18 stig. Ljóst er að öll þrjú liðin eru búin að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar en aðeins tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni.
