Handbolti

Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Sel­fyssingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thea Imani Sturludóttir skorað sjö fyrir Val í dag.
Thea Imani Sturludóttir skorað sjö fyrir Val í dag. Vísir/Jón Gautur

Íslandsmeistarar Vals unnu góðan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Á sama tíma vann ÍR sterkan fimm marka sigur gegn Selfyssingum.

Valskonur byrjuðu vel gegn ÍBV og náðu fljótt þriggja marka forystu. Mest náði Valsliðið sex marka forskoti í fyrri hálfleik, en Eyjakonur vöknuðu hins vegar til lífsins fyrir hlé og náðu að minnka muninn niður í eitt mark.

Valsliðið átti þó síðasta orðið í fyrri hálfleik og leiddi 17-15 þegar flautað var til hlés.

Framan af síðari hálfleik var jafnræði með liðunum, en Valskonur þó alltaf skrefinu framar. Valur náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 33-30.

Á sama tíma tók ÍR á móri Selfossi. Selfyssingar skoruðu fyrsta mark leiksins, en eftir það voru það ÍR-ingar sem leiddu stærstan hluta leiksins. Staðan í hálfleik var þó jögn, 16-16, en í síðari hálfleik sigur ÍR-ingar fram úr og unnu að lokum fimm marka sigur, 34-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×