„Fannst þetta verða svartara og svartara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2025 11:32 Arnór Snær Óskarsson er kominn heim í Val. Vísir/Lýður Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima. Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur strembinn október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir bæði Haukum og Aftureldingu í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. Þeim tókst þó naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur strembinn október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir bæði Haukum og Aftureldingu í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. Þeim tókst þó naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira