„Fannst þetta verða svartara og svartara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2025 11:32 Arnór Snær Óskarsson er kominn heim í Val. Vísir/Lýður Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima. Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira