Þjóðarsátt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:00 Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun