Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2020 23:07 Sanders telur að bregðast þurfi við vegna afstöðu forsetans til póstatkvæða. Salwan Georges/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira