Bretar komnir út úr Evrópusambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 23:00 Margir Bretar fögnuðu í kvöld útgöngunni úr Evrópusambandinu á sama tíma og aðrir syrgðu. Vísir/AP Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53
Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45
Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00