Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:45 Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, leggur hér blóm að minnisvarða sem komið hefur verið upp á alþjóðaflugvellinum í Kænugarði. EPA/STR Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld. Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld.
Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04