Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:45 Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, leggur hér blóm að minnisvarða sem komið hefur verið upp á alþjóðaflugvellinum í Kænugarði. EPA/STR Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld. Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld.
Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04