Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 13:45 Mitch McConnell ásamt öðrum forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Á fundi þingmanna í gær kom fram að atkvæðin til slíks eru ekki til staðar, þó Trump hafi krafist þess á undanförnum dögum. Repúblikanar sem blaðamenn New York Times ræddu við sögðu þó koma til greina að fella ákærurnar niður, eftir að réttarhöldin hefjast. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort vitni verði kölluð til að bera vitni í réttarhöldunum. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefna á að greiða atkvæði um hverjir flytja málið fyrir þeirra hönd í öldungadeildinni á morgun eða fimmtudaginn. Eftir slíka atkvæðagreiðslu væri málið alfarið komið á hendur öldungadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta (53-47). Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda þessa atkvæðagreiðslu í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Hvíta húsið kom í veg fyrir að flestir starfsmenn ríkisstjórnarinnar báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og þar á meðal voru þeir helstu sem komu að Úkraínumálinu svokallaða. Má til dæmis nefna þá Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Sjá einnig: John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump Samkvæmt greiningu Washington Post hefur öldungadeildin haldið fimmtán réttarhöld vegna ákæra gegn embættis- og stjórnmálamönnum í 231 árs sögu deildarinnar. Vitni hafa verið kölluð til að bera vitni í hverjum einustu réttarhöldum. Þar á meðal í réttarhöldunum gegn Bill Clinton og Andrew Johnson. Andrew Johnson var fyrsti forsetinn til að vera ákærður fyrir embættisbrot. Hann var varaforseti Abraham Lincoln og tók við embætti eftir að hann var myrtur. Hann var ákærður tvisvar sinnum en tókst í bæði skiptin að komast hjá því að vera vikið úr embætti.Vísir/Getty Í heildina hefur fulltrúadeildin ákært nítján aðila, en hægt er að sjá lista yfir fólkið og brot þeirra hér, og hafa fimmtán réttarhöld farið fram í öldungadeildinni. Í þeim hafa vitni þar að auki verið kölluð til sem báru ekki vitni í rannsóknum fulltrúadeildarinnar, eins og kallað er eftir í þessu tilviki. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega. Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump McConnell hefur ítrekað gefið í skyn að hann hafi lítinn áhuga á að halda löng réttarhöld og hefur jafnvel sagt að réttarhöldin sjálf fari fram í nánu samstarfi við lögmenn Hvíta hússins. Þar að auki hefur hann staðhæft í sjónvarpsviðtali að það væri „ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“ Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera "sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. 14. desember 2019 21:29 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Á fundi þingmanna í gær kom fram að atkvæðin til slíks eru ekki til staðar, þó Trump hafi krafist þess á undanförnum dögum. Repúblikanar sem blaðamenn New York Times ræddu við sögðu þó koma til greina að fella ákærurnar niður, eftir að réttarhöldin hefjast. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort vitni verði kölluð til að bera vitni í réttarhöldunum. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefna á að greiða atkvæði um hverjir flytja málið fyrir þeirra hönd í öldungadeildinni á morgun eða fimmtudaginn. Eftir slíka atkvæðagreiðslu væri málið alfarið komið á hendur öldungadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta (53-47). Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda þessa atkvæðagreiðslu í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Hvíta húsið kom í veg fyrir að flestir starfsmenn ríkisstjórnarinnar báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og þar á meðal voru þeir helstu sem komu að Úkraínumálinu svokallaða. Má til dæmis nefna þá Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Sjá einnig: John Bolton reiðubúinn til þess að bera vitni í réttarhöldunum yfir Trump Samkvæmt greiningu Washington Post hefur öldungadeildin haldið fimmtán réttarhöld vegna ákæra gegn embættis- og stjórnmálamönnum í 231 árs sögu deildarinnar. Vitni hafa verið kölluð til að bera vitni í hverjum einustu réttarhöldum. Þar á meðal í réttarhöldunum gegn Bill Clinton og Andrew Johnson. Andrew Johnson var fyrsti forsetinn til að vera ákærður fyrir embættisbrot. Hann var varaforseti Abraham Lincoln og tók við embætti eftir að hann var myrtur. Hann var ákærður tvisvar sinnum en tókst í bæði skiptin að komast hjá því að vera vikið úr embætti.Vísir/Getty Í heildina hefur fulltrúadeildin ákært nítján aðila, en hægt er að sjá lista yfir fólkið og brot þeirra hér, og hafa fimmtán réttarhöld farið fram í öldungadeildinni. Í þeim hafa vitni þar að auki verið kölluð til sem báru ekki vitni í rannsóknum fulltrúadeildarinnar, eins og kallað er eftir í þessu tilviki. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega. Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump McConnell hefur ítrekað gefið í skyn að hann hafi lítinn áhuga á að halda löng réttarhöld og hefur jafnvel sagt að réttarhöldin sjálf fari fram í nánu samstarfi við lögmenn Hvíta hússins. Þar að auki hefur hann staðhæft í sjónvarpsviðtali að það væri „ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“ Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera "sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. 14. desember 2019 21:29 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“ Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera "sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. 14. desember 2019 21:29
Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42
Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15
Stefnir í átök þingdeilda vegna ákæra gegn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gefið í skyn að Demókratar muni ekki senda ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, til öldungadeildarinnar strax. 19. desember 2019 11:15