Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 20:00 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45
Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent