Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 22:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Þá kvað þingmaðurinn ólíklegt að Trump léti þegjandi og hljóðalaust af embætti, ef svo færi að hann næði ekki endurkjöri í forsetakosningum í nóvember. „Ég held ekki að Donald Trump sé á förum úr Hvíta húsinu,“ sagði Jim Clyburn, demókrati og þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í viðtali í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN í dag. Andstæðingar Trumps, sem og flokksbræður, hafa brugðist ókvæða við eftir að hann ýjaði að því fyrir helgi að forsetakosningunum í nóvember yrði frestað. Trump hefur ekki völd til þess að fresta kosningunum. Fulltrúardeildarþingmaðurinn Jim Clyburn.Vísir/getty „Hann hyggur ekki á sanngjarnar og fjötralausar kosningar,“ sagði Clyburn. Hann teldi að Trump myndi reyna allt sem í sínu valdi stæði til að halda sér í embætti biði hann ósigur í kosningunum. Þá vék Clyburn að ummælum um Trump sem hann lét falla í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina á föstudag. Þar líkti Clyburn þeim síðarnefnda við Adolf Hitler. Í viðtalinu við CNN í dag sagði Clyburn að Trump væri þó líkari öðrum einræðisherra, áðurnefndum Mussolini, en Hitler. Þá líkti Clyburn loks Vladímír Pútín Rússlandsforseta við Hitler. Trump bar því fyrir sig á fimmtudag að forsetakosningarnar í nóvember yrðu litaðar stórfelldu kosningasvindli, þar sem yfirvöld fjölda ríkja vilja leyfa íbúum að greiða póstatkvæði vegna faraldurs kórónuveiru. Þess vegna yrði þeim mögulega frestað. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Þá kvað þingmaðurinn ólíklegt að Trump léti þegjandi og hljóðalaust af embætti, ef svo færi að hann næði ekki endurkjöri í forsetakosningum í nóvember. „Ég held ekki að Donald Trump sé á förum úr Hvíta húsinu,“ sagði Jim Clyburn, demókrati og þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í viðtali í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN í dag. Andstæðingar Trumps, sem og flokksbræður, hafa brugðist ókvæða við eftir að hann ýjaði að því fyrir helgi að forsetakosningunum í nóvember yrði frestað. Trump hefur ekki völd til þess að fresta kosningunum. Fulltrúardeildarþingmaðurinn Jim Clyburn.Vísir/getty „Hann hyggur ekki á sanngjarnar og fjötralausar kosningar,“ sagði Clyburn. Hann teldi að Trump myndi reyna allt sem í sínu valdi stæði til að halda sér í embætti biði hann ósigur í kosningunum. Þá vék Clyburn að ummælum um Trump sem hann lét falla í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina á föstudag. Þar líkti Clyburn þeim síðarnefnda við Adolf Hitler. Í viðtalinu við CNN í dag sagði Clyburn að Trump væri þó líkari öðrum einræðisherra, áðurnefndum Mussolini, en Hitler. Þá líkti Clyburn loks Vladímír Pútín Rússlandsforseta við Hitler. Trump bar því fyrir sig á fimmtudag að forsetakosningarnar í nóvember yrðu litaðar stórfelldu kosningasvindli, þar sem yfirvöld fjölda ríkja vilja leyfa íbúum að greiða póstatkvæði vegna faraldurs kórónuveiru. Þess vegna yrði þeim mögulega frestað.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27
Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19