Garðbæingar og Seltirningar mótfallnir Borgarlínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 06:13 Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem áætlað er að verði teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023. borgarlína Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið. Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Borgarlína nýtur áfram mikils stuðnings, ef marka má könnun sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn er mestur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi mælist meiri andstaða við Borgarlínu. Næstum helmingur þeirra 1400 sem létu í ljós afstöðu sína í könnuninni segist hlynntur Borgarlínu en þrír af hverjum tíu eru henni andvígir. Stuðningurinn hefur þannig minnkað lítið eitt frá því í október, þegar Zentar vann sambærilega könnun. Konur eru hlynntari hraðvagnakerfinu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngri aldurshópa. Þegar litið er til einstakra sveitarfélaga nýtur Borgarlínan mests stuðnings í Reykjavík. Þar mælist 57 prósent stuðningur en 29 prósent Reykvíkinga segjast andvíg verkefninu. „Það kemur kannski ekki á óvart að stuðningurinn sé sterkastur þar sem framkvæmdirnar varða fólk mest og fyrstu áfangarnir eru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Fréttablaðið. Mesta andstaðan á Seltjarnarnesi Næstmestur stuðningur er í Kópavogi og í Hafnarfirði þar sem tæplega helmingur segist hlynntur Borgarlínu og á bilinu 20 til 25 prósent segjast henni mótfallin. Skiptari skoðanir eru í Mosfellsbæ, þar segjast 38 prósent styðja verkefnið en 35 andvíg því. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi mælist hins vegar meiri andstaða við Borgarlínu heldur en stuðningur. Aðeins um þriðjungur Garðbæinga er hlynntur Borgarlínu en um helmingur mótfallinn henni. Svipaða sögu er að segja af Seltjarnarnesi. Þar segjast 39 prósent styðja verkefnið en heilt 61 prósent aðspurðra Seltirninga er andvígt Borgarlínu. Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum. Vagnar Borgarlínu munu geta tekið um 150-200 farþega, „tíðni ferða verður mikil, stöðvar verða yfir- byggðar, aðlaðandi og þægilegar með góðu aðgengi beint inn í vagnanna,“ eins og það er orðað á kynningarvef Borgarlínunnar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið.
Samgöngur Borgarlína Skipulag Garðabær Seltjarnarnes Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira