Samkomulag um björgunarpakkann í höfn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 06:00 Eftir um 90 klukkustund maraþonfundahöld náðu leiðtogar Evro´pusambandsins saman í nótt. THIERRY MONASSE/GETTY Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020
Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01
Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58