TikTok notendur og K-pop aðdáendur tryggðu fámenni á umdeildum fundi Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 17:00 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa. AP Photo/Patrick Semansky) Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Sjá meira
Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Sjá meira