Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 17:57 Námsmenn sem búa í Bandaríkjunumn í gegnum DACA fögnuðu fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sjá meira