Ólíklegt að Pogba byrji gegn Tottenham | Passar hann í liðið með Bruno? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 17:30 Pogba í leiknum gegn Newcastle á annan dag jóla. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba, miðvallarleikmaður Manchester United, er búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hafa plagað hann frá því tímabilið fór af stað síðasta haust. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið mjög ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Man United þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Manchester United mætir Tottenham Hotspur í Lundúnum þann 19. júní. Pogba spilaði síðast á annan í jólum en hefur æft vel síðan félög á Englandi máttu koma saman að nýju og æfa á hefðbundinn hátt. Þrátt fyrir það virðist sem Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sé ekki tilbúinn að setja Pogba í byrjunarliðið. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvort Pogba geti spilað við hlið Bruno Fernandes en Portúgalinn gekk í raðir félagsins í janúar frá Sporting Lisbon og hefur verið stórkostlegur. Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports sem og fyrrum leikmaður Man Utd, hefur blásið á þær sögusagnir. „Skil ekki neikvæðnina varðandi ´Hvernig Pogba og Fernandes passa saman.´ Það er ekki eins og þeir verði báðir djúpir. Við höfum séð Kevin De Bruyne og David Silva spila saman á þriggja manna miðju í þrjú ár,“ sagði Neville í Twitter-færslu á dögunum. I don t understand the sentiment of How do Pogba and Fernandes fit together . They won t be in a 2 sitting! With more fluid systems today than 20 years ago it should be simple. We ve just watched De Bruyne and David Silva play together for 3 years in a MDF 3.— Gary Neville (@GNev2) June 13, 2020 Solskjær vill samt helst spila 4-2-3-1 leikkerfi og því óljóst hvar leikmennirnir passa inn í þá uppstillingu. Mögulega gæti Norðmaðurinn stillt liði sínu upp í 4-3-1-2 leikkerfi með nokkurs konar tígulmiðju. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær kemur þeim tveimur fyrir í liði sínu en það er ljóst að miðja með Paul Pogba og Bruno Fernandes upp á sitt besta væri illviðráðanleg. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30 Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Paul Pogba, miðvallarleikmaður Manchester United, er búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hafa plagað hann frá því tímabilið fór af stað síðasta haust. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið mjög ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Man United þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Manchester United mætir Tottenham Hotspur í Lundúnum þann 19. júní. Pogba spilaði síðast á annan í jólum en hefur æft vel síðan félög á Englandi máttu koma saman að nýju og æfa á hefðbundinn hátt. Þrátt fyrir það virðist sem Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sé ekki tilbúinn að setja Pogba í byrjunarliðið. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvort Pogba geti spilað við hlið Bruno Fernandes en Portúgalinn gekk í raðir félagsins í janúar frá Sporting Lisbon og hefur verið stórkostlegur. Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports sem og fyrrum leikmaður Man Utd, hefur blásið á þær sögusagnir. „Skil ekki neikvæðnina varðandi ´Hvernig Pogba og Fernandes passa saman.´ Það er ekki eins og þeir verði báðir djúpir. Við höfum séð Kevin De Bruyne og David Silva spila saman á þriggja manna miðju í þrjú ár,“ sagði Neville í Twitter-færslu á dögunum. I don t understand the sentiment of How do Pogba and Fernandes fit together . They won t be in a 2 sitting! With more fluid systems today than 20 years ago it should be simple. We ve just watched De Bruyne and David Silva play together for 3 years in a MDF 3.— Gary Neville (@GNev2) June 13, 2020 Solskjær vill samt helst spila 4-2-3-1 leikkerfi og því óljóst hvar leikmennirnir passa inn í þá uppstillingu. Mögulega gæti Norðmaðurinn stillt liði sínu upp í 4-3-1-2 leikkerfi með nokkurs konar tígulmiðju. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær kemur þeim tveimur fyrir í liði sínu en það er ljóst að miðja með Paul Pogba og Bruno Fernandes upp á sitt besta væri illviðráðanleg.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30 Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30
Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04