Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2025 08:00 Anna Margrét Einarsdóttir, móðir Dags Dan, greindist með krabbamein í haust en bataferlið gengur blessunarlega vel. Mynd/Aðsend Dagur Dan Þórhallsson fer úr sólinni á Flórída í kuldann í Kanada eftir viðburðarríkan vetur vestanhafs. Erfitt reyndist að vera hinum megin á hnettinum þegar móðir hans greindist með krabbamein en föðurhlutverkið hefur á sama tíma verið honum þroskandi. Dagur Dan samdi við Orlando City í MLS-deildinni fyrir þremur árum síðan og spilað þar við góðan orðstír. Kominn var tími á breytingu en aðeins aðrar forsendur blöstu við honum við ákvarðanatökuna nú en þá, eftir þroskandi tíma á Flórídaskaga. „Það eru komin kona, barn og hundur. Þannig að maður getur ekki bara tekið ákvarðanir fyrir sjálfan sig núna heldur hugsa um heildarmyndina. Hvað virkar fyrir mig, og barnið og konuna og svona. Montreal var nokkuð gott val, þegar ég var að velja á milli,“ segir Dagur Dan í Sportpakkanum á Sýn í gær. Föðurhlutverkið hafi gefið honum þroska. „Maður hefur þroskast frekar hratt myndi ég segja. Maður getur ekki verið: Ég, um mig, frá mér, til mín heldur erum það við, heildin.“ Bleik slaufa fyrir mömmu Athygli vakti þegar Dagur fagnaði móður sinni, Önnu Margréti Einarsdóttur, til heiðurs eftir mark gegn Vancouver Whitecaps í október. Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti en blessunarlega gengur bataferlið vel. Dagur Dan sýndi bol með áletruninni „mamma“ ásamt bleikri slaufu þegar hann skoraði mark fyrir Orlando í október.Mynd/Aðsend „Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum mánuðum síðan og fór í aðgerð. Það kom frekar vel út, hún þurfti ekki að fara í lyfjameðferð en þarf að fara í geisla og eitthvað svoleiðis. Það fór betur en áhorfðist. Þetta var sjokk til að byrja með en svo fór þetta frekar vel,“ segir Dagur. Var ekki erfitt að vera fastur úti þegar þetta kom upp? „Jú. Ef þetta hefði verið á hærra stigi hefði maður örugglega flogið heim. Ég átti erfitt með þetta, þótt þetta hafi verið lítið og ég held það sé 99,9 prósent að ef þetta greinist snemma, þá er hægt að bjarga þessu og redda þessu. Maður svolítið fattaði hvað fótbolti skiptir rosalega litu máli þegar kom að þessu, fjölskyldunni. Þetta var smá erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Dagur sem segir sérlega gott að hafa knúsað móður sína við heimkomu að tímabilinu loknu. „Svo sannarlega. Gott að fá knús og matinn hennar mömmu. Að komast líka í pottinn, hún er með heitan og kaldan, enda íþróttafrík eins og ég. Svo við gerum það saman,“ segir Dagur Dan. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Bandaríski fótboltinn Krabbamein Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Dagur Dan samdi við Orlando City í MLS-deildinni fyrir þremur árum síðan og spilað þar við góðan orðstír. Kominn var tími á breytingu en aðeins aðrar forsendur blöstu við honum við ákvarðanatökuna nú en þá, eftir þroskandi tíma á Flórídaskaga. „Það eru komin kona, barn og hundur. Þannig að maður getur ekki bara tekið ákvarðanir fyrir sjálfan sig núna heldur hugsa um heildarmyndina. Hvað virkar fyrir mig, og barnið og konuna og svona. Montreal var nokkuð gott val, þegar ég var að velja á milli,“ segir Dagur Dan í Sportpakkanum á Sýn í gær. Föðurhlutverkið hafi gefið honum þroska. „Maður hefur þroskast frekar hratt myndi ég segja. Maður getur ekki verið: Ég, um mig, frá mér, til mín heldur erum það við, heildin.“ Bleik slaufa fyrir mömmu Athygli vakti þegar Dagur fagnaði móður sinni, Önnu Margréti Einarsdóttur, til heiðurs eftir mark gegn Vancouver Whitecaps í október. Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti en blessunarlega gengur bataferlið vel. Dagur Dan sýndi bol með áletruninni „mamma“ ásamt bleikri slaufu þegar hann skoraði mark fyrir Orlando í október.Mynd/Aðsend „Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum mánuðum síðan og fór í aðgerð. Það kom frekar vel út, hún þurfti ekki að fara í lyfjameðferð en þarf að fara í geisla og eitthvað svoleiðis. Það fór betur en áhorfðist. Þetta var sjokk til að byrja með en svo fór þetta frekar vel,“ segir Dagur. Var ekki erfitt að vera fastur úti þegar þetta kom upp? „Jú. Ef þetta hefði verið á hærra stigi hefði maður örugglega flogið heim. Ég átti erfitt með þetta, þótt þetta hafi verið lítið og ég held það sé 99,9 prósent að ef þetta greinist snemma, þá er hægt að bjarga þessu og redda þessu. Maður svolítið fattaði hvað fótbolti skiptir rosalega litu máli þegar kom að þessu, fjölskyldunni. Þetta var smá erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Dagur sem segir sérlega gott að hafa knúsað móður sína við heimkomu að tímabilinu loknu. „Svo sannarlega. Gott að fá knús og matinn hennar mömmu. Að komast líka í pottinn, hún er með heitan og kaldan, enda íþróttafrík eins og ég. Svo við gerum það saman,“ segir Dagur Dan. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Bandaríski fótboltinn Krabbamein Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira