Enski boltinn

Haaland gaf barna­barni Hareide gjöf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, átta mörkum meira en næsti maður.
Erling Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, átta mörkum meira en næsti maður. getty/Charlotte Wilson

Eftir 3-0 sigur Manchester City á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í gær færði Erling Haaland barnabarni Åges Hareide gjöf.

Hareide lést á fimmtudaginn, 72 ára að aldri. Síðasta starf hans á löngum þjálfaraferli var að stýra íslenska landsliðinu en hann þjálfaði einnig það norska og danska auk fjölda liða á Norðurlöndunum.

Hareide var góður leikmaður á sínum tíma og var fyrsti Norðmaðurinn til að spila fyrir City. Nokkrir hafa síðan fetað í fótspor hans, meðal annars Haaland sem hefur skorað grimmt fyrir City síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir rúmum þremur árum.

Haaland skoraði tvívegis í öruggum sigri City á West Ham í gær og eftir leikinn vottaði hann Hareide virðingu sína.

„Hann er stór persóna í fótboltanum fyrir okkur Norðmenn en einnig fyrir öll Norðurlöndin. Það er mikill missir af honum því hann var burðarás. Hann var líka fyrsti Norðmaðurinn hjá City svo það er svolítið sérstakt. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúð,“ sagði Haaland.

Hann lét ekki þar við sitja heldur gaf barnabarni Hareides treyjuna sem hann spilaði í gegn West Ham.

Haaland er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með nítján mörk í sautján leikjum. City er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal.


Tengdar fréttir

Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrú­lega leiðin­legt að hann sé nú farinn“

Åge Hareide, fyrr­verandi lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta lést í gær, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabba­mein. Jörundur Áki Sveins­son, yfir­maður knatt­spyrnumála hjá KSÍ syrgir góðan félaga sem átti magnaðan þjálfara­feril en var fyrst og fremst góð manneskja.

Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide

Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, sem starfaði sem slíkur undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide, minnist norsku goðsagnarinnar sem lést í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×