Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 17:02 Broja fagnar jöfnunarmarki sínu í dag Vísir/Getty Fimm leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Boðið var upp á mikla dramatík þegar að Bournemouth tók á móti Burnely og hörmulegt gengi Wolves heldur áfram. Líkt og sagt hefur verið frá fyrr í dag á Vísi gerðu Newcastle Untied og Chelsea fjögurra marka jafntefli á St. James' Park í hádegisleik umferðarinnar og núna rétt áðan tyllti Manchester City sér á topp deildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn West Ham. Á Vitality leikvanginum í Bournemouth tóku heimameinn svo á móti Burnley. Antoine Semenyo, sem er sterklega orðaður við bæði Manchester City og Manchester United þessa dagana, kom heimamönnum yfir með marki á 67.mínútú. Lengi vel leit út fyrir að það mark myndi nægja Bournemouth til sigurs en þegar komið var fram á lokamínútur leiksins tóks Armando Broja að jafna metin fyrir Burnley og tryggja þeim dramatískt jafntefli, 1-1. Úrslitin sjá til þess að Bournemouth, sem hefur fatast flugið upp á síðkastið, situr í 14.sæti með 22 stig. Burnley er í 19.sæti með 11 stig. Á Molineux tók botnlið deildarinnar, Wolves á móti Brentford. Wolves hefur ekki unnið leik á tímabilinu til þessa og ekki breyttist það í dag. Keane Lewis-Potter skoraði bæði mörk Brentford í 2-0 sigri liðsins. Fimmtánda tap Wolves á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni staðreynd. Liðið situr fast við botn deildarinnar með aðeins tvö stig. Brentford er í 12.sæti með 23 stig. Þá gerðu Brighton og Sunderland markalaust jafntefli á AMEX leikvanginum. Sunderland er í 5.sæti deildarinnar með 27 stig. Brighton er í 9.sæti með 24 stig. Þrír leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og eru þeir allir sýndir á sportrásum Sýnar. Núna klukkan hálf sex hefst leikur Tottenham og Liverpool á Sýn Sport. Everton tekur svo á móti Arsenal, einnig á Sýn Sport klukkan átta. Þá mætast Leeds United og Crystal Palace á Sýn Sport 2 á sama tíma. Enski boltinn AFC Bournemouth Burnley FC Manchester City West Ham United Wolverhampton Wanderers Brentford FC Brighton & Hove Albion Sunderland AFC Newcastle United Chelsea FC Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Líkt og sagt hefur verið frá fyrr í dag á Vísi gerðu Newcastle Untied og Chelsea fjögurra marka jafntefli á St. James' Park í hádegisleik umferðarinnar og núna rétt áðan tyllti Manchester City sér á topp deildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn West Ham. Á Vitality leikvanginum í Bournemouth tóku heimameinn svo á móti Burnley. Antoine Semenyo, sem er sterklega orðaður við bæði Manchester City og Manchester United þessa dagana, kom heimamönnum yfir með marki á 67.mínútú. Lengi vel leit út fyrir að það mark myndi nægja Bournemouth til sigurs en þegar komið var fram á lokamínútur leiksins tóks Armando Broja að jafna metin fyrir Burnley og tryggja þeim dramatískt jafntefli, 1-1. Úrslitin sjá til þess að Bournemouth, sem hefur fatast flugið upp á síðkastið, situr í 14.sæti með 22 stig. Burnley er í 19.sæti með 11 stig. Á Molineux tók botnlið deildarinnar, Wolves á móti Brentford. Wolves hefur ekki unnið leik á tímabilinu til þessa og ekki breyttist það í dag. Keane Lewis-Potter skoraði bæði mörk Brentford í 2-0 sigri liðsins. Fimmtánda tap Wolves á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni staðreynd. Liðið situr fast við botn deildarinnar með aðeins tvö stig. Brentford er í 12.sæti með 23 stig. Þá gerðu Brighton og Sunderland markalaust jafntefli á AMEX leikvanginum. Sunderland er í 5.sæti deildarinnar með 27 stig. Brighton er í 9.sæti með 24 stig. Þrír leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og eru þeir allir sýndir á sportrásum Sýnar. Núna klukkan hálf sex hefst leikur Tottenham og Liverpool á Sýn Sport. Everton tekur svo á móti Arsenal, einnig á Sýn Sport klukkan átta. Þá mætast Leeds United og Crystal Palace á Sýn Sport 2 á sama tíma.
Enski boltinn AFC Bournemouth Burnley FC Manchester City West Ham United Wolverhampton Wanderers Brentford FC Brighton & Hove Albion Sunderland AFC Newcastle United Chelsea FC Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira