„Allir virðast elska hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2025 15:02 Declan Rice fagnar sigri Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/Richard Sellers Wayne Rooney, fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins, hefur mikið álit á Declan Rice hjá Arsenal og sér hann fyrir sér í mikilvægu hlutverki hjá enska landsliðinu í framtíðinni. Rooney sér Rice fyrir sér sem framtíðarfyrirliða enska landsliðsins. Rooney, sem var sjálfur fyrirliði Englands í þrjú ár frá 2014 til 2017, var á Hill Dickinson-leikvanginum til að sjá lið Mikel Arteta tryggja sér nauman 1-0 sigur á laugardagskvöldið. Rice, sem hefur spilað 72 A-landsleiki á ferlinum, hefur borið fyrirliðabandið tvisvar áður í fjarveru núverandi fyrirliða, Harry Kane. Það var í 2-2 jafntefli gegn Belgíu í mars 2024 og í 3-0 sigri á Wales í október á þessu ári. „Fyrir mér er hann sá sem er líklega að bíða eftir að Harry leggi skóna á hilluna einhvern tímann,“ sagði Wayne Rooney í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show á BBC Sport. „Hann var út um allan völl [gegn Everton]. Ákvarðanatakan hans, hvenær átti að senda boltann, hvert átti að senda hann, á hvorn fótinn átti að senda hann og smáatriðin í sendingunum hans. Það var unun að horfa á. Hann var algjörlega ótrúlegur,“ sagði Rooney. „Hann var að taka boltann af miðvörðum Arsenal, spila sem þriðji miðvörðurinn, og á næstu mínútu var hann kominn inn í teig að reyna að skora mark. Stundum er sumt af því sem hann gerir svolítið vanmetið,“ sagði Rooney. „Hann er rétti maðurinn til að taka við af [Kane] að mínu mati, vegna drifkrafts hans og persónuleika hans. Allir virðast elska hann, þeir sem þekkja hann, þeir sem eru honum nánir. Hann er óbætanlegur fyrir England,“ sagði Rooney. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Arsenal FC Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Rooney sér Rice fyrir sér sem framtíðarfyrirliða enska landsliðsins. Rooney, sem var sjálfur fyrirliði Englands í þrjú ár frá 2014 til 2017, var á Hill Dickinson-leikvanginum til að sjá lið Mikel Arteta tryggja sér nauman 1-0 sigur á laugardagskvöldið. Rice, sem hefur spilað 72 A-landsleiki á ferlinum, hefur borið fyrirliðabandið tvisvar áður í fjarveru núverandi fyrirliða, Harry Kane. Það var í 2-2 jafntefli gegn Belgíu í mars 2024 og í 3-0 sigri á Wales í október á þessu ári. „Fyrir mér er hann sá sem er líklega að bíða eftir að Harry leggi skóna á hilluna einhvern tímann,“ sagði Wayne Rooney í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show á BBC Sport. „Hann var út um allan völl [gegn Everton]. Ákvarðanatakan hans, hvenær átti að senda boltann, hvert átti að senda hann, á hvorn fótinn átti að senda hann og smáatriðin í sendingunum hans. Það var unun að horfa á. Hann var algjörlega ótrúlegur,“ sagði Rooney. „Hann var að taka boltann af miðvörðum Arsenal, spila sem þriðji miðvörðurinn, og á næstu mínútu var hann kominn inn í teig að reyna að skora mark. Stundum er sumt af því sem hann gerir svolítið vanmetið,“ sagði Rooney. „Hann er rétti maðurinn til að taka við af [Kane] að mínu mati, vegna drifkrafts hans og persónuleika hans. Allir virðast elska hann, þeir sem þekkja hann, þeir sem eru honum nánir. Hann er óbætanlegur fyrir England,“ sagði Rooney. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Arsenal FC Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira