Frestar stuðningsmannafundi eftir harða gagnrýni á dagavalið Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 11:19 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta stuðningsmannafundi sem átti að fara fram í Tulsa í Oklahoma eftir tæplega eina viku, eða þann 19. júní, til þess að fundurinn fari ekki fram á degi sem fagnar endalokum þrælahalds í Bandaríkjunum. Stuðningsmannafundurinn verður sá fyrsti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fundurinn verður því degi seinna en í upphafi átti hann að fara fram næstkomandi laugardag. Dagavalið vakti hörð viðbrögð, enda er dagurinn haldinn hátíðlegur af svörtu fólki víða um Bandaríkin til þess að fagna því að þrælahaldi lauk vestanhafs. Dagurinn er einnig þekktur sem Juneteenth. Þann dag árið 1865 tilkynnti Gordon Granger að allir þrælar í Texas skyldu verða frjálsir, tveimur og hálfum árum eftir að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti tilkynnti afnám þrælahalds í landinu. We had previously scheduled our #MAGA Rally in Tulsa, Oklahoma, for June 19th – a big deal. Unfortunately, however, this would fall on the Juneteenth Holiday. Many of my African American friends and supporters have reached out to suggest that we consider changing the date out...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2020 Í upphafi ætlaði Trump að standa við dagsetninguna og sagði Bandaríkjamenn geta hugsað um stuðningsmannafundinn sem „fögnuð“ og að enginn forseti hefði haldið sambærilega stuðningsmannafundi í sögu stjórnmála. Í samtali við Fox News sagði hann fundi sína vera sögulega í þeim skilningi. Sakaður um að „halda partý“ fyrir hvíta þjóðernissinna Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrata og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, gagnrýndi dagsetninguna harðlega og sagði Trump vera að bjóða hvíta þjóðernissinna velkomna í Repúblikanaflokkinn. „Hann er ekki bara að nikka til hvítra þjóðernissinna – hann er að halda partý fyrir þá,“ sagði Harris. Trump segist nú hafa tekið gagnrýnina til greina eftir að margir svartir vinir hans bentu honum á að íhuga að breyta dagsetningunni. Þannig sýni hann deginum virðingu og því sem hann standi fyrir. „Ég hef þar með ákveðið að færa fundinn til laugardagsins 20. júní til þess að virða óskir þeirra,“ sagði forsetinn. Líkt og áður sagði verður stuðningsmannafundurinn sá fyrsti frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, en síðasti fundur forsetans fór fram þann 2. mars. Síðan þá hefur verið lagt bann við fjöldasamkomum sem setti strik í reikninginn. Fundurinn er hluti af kosningabaráttu forsetans sem sækist eftir endurkjöri í nóvember næstkomandi. Þá munu Bandaríkjamenn velja á milli hans og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, en skoðanakannanir hafa sýnt fram á að fylgi sitjandi forseta fari minnkandi og að Biden sé nú með forskot. Á meðal þess sem hefur haft töluverð áhrif á fylgi forsetans eru viðbrögð hans við mótmælum um öll Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi og mismunun í garð svartra er mótmælt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07