Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 19:05 Trump forseti hefur lengi haft horn í síðu CNN-fréttastöðvarinnar sem hann þreytist ekki á að saka um að flytja „falsfréttir“. Nú vill hann að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem var honum ekki í vil, þrátt fyrir að niðurstöður könnunarinnar væru í takti við aðrar sem voru gerðar um svipað leyti. Vísir/Getty Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot á Trump og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Könnun sem SSRS gerði fyrir CNN benti til þess að Biden, fyrrverandi varaforseti, væri með fjórtán prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda. Vinsældir Trump mældust jafnframt um 38%, þær minnstu frá því að hann leyfði rekstri alríkisstofnana að stöðvast í mánuð til að knýja fram fjárveitingar fyrir landamæramúr í janúar árið 2019. Trump brást argur við könnuninni og tísti um að hann hefði ráðið könnunarfyrirtækið McLaughlin og félaga, sem vinnur kannanir fyrir Repúblikanaflokkinn, til þess að „greina“ könnun CNN og fleiri. Kannanir McLaughlin eru á meðal þeirra ónákvæmustu að mati vefsíðunnar Five Thirty Eight sem metur könnunarfyrirtæki og heldur utan um meðaltal skoðanakannana. „Fölsk könnun“ Bréf framboðsins til CNN er sagt byggjast að miklu leyti á téðri greiningu McLaughlin sem CNN segir að sé fullt af röngum og misvísandi fullyrðingum. Í því er haldið fram að könnunni hafi verið ætlað að „afvegaleiða bandaríska kjósendur með hlutdrægum spurningalista og skökku úrtaki“. „Þetta er bragð og fölsk könnun til þess að bæla kjörsókn, stöðva meðbyr og áhuga fyrir forsetanum og leggja fram falska sýn almennt af núverandi stuðningi við forsetann um öll Bandaríkin,“ segir í bréfinu sem Jenna Ellis, aðallögfræðiráðgjafi framboðsins, og Michael Glassner, rekstrarstjóri þess, skrifa undir. Könnun CNN sem fór svo fyrir brjóstið á Trump og framboði hins skar sig þó ekki úr öðrum skoðanakönnunum sem voru gerðar um svipað leyti. Fjöldi kannanna hefur þannig sýnt Biden með verulegt forskot á Trump undanfarnar vikur, í sumum tilfellum með meira en tíu prósentustigum. Ýmsir þættir skýra hvers vegna hallað hefur undan fæti hjá Trump undanfarið. Honum hefur ekki þótt takast vel til með kórónuveirufaraldurinn og þá hafa viðbrögð hans við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis sætt harðri gagnrýni. Mótlætið hefur farið illa í forsetann sem hefur brugðist við á óútreiknanlegan hátt. Á öðrum degi hvítasunnu hótaði hann að beita hernum gegn mótmælendum. Í vikunni tísti hann samsæriskenningu um að maður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þegar lögreglumenn í Buffalo hrintu honum væri öfgavinstrisinnaður „útsendari“ og að atvikið hefði mögulega verið sett á svið. Vinsældir Trump hafa sveiflast tiltölulega lítið í gegnum forsetatíð hans og hafa að jafnaði um 41-44% sagst ánægð með störf hans. Meðaltal Five Thirty Eight bendir til þess að vinsældir Trump hafi sigið nokkuð frá því um mánaðamótin mars-apríl og þær séu nú rétt um 41%.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07 Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13 „Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. 10. júní 2020 15:07
Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 10. júní 2020 09:13
„Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. 9. júní 2020 14:26