Heggur sú er hlífa skyldi Vilhjálmur Árnason skrifar 2. júní 2020 16:00 Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun