Heggur sú er hlífa skyldi Vilhjálmur Árnason skrifar 2. júní 2020 16:00 Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun