Íris Björk hætt: Fyrsti titillinn með Gróttu á sérstakan stað í hjartanu Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 19:30 Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að láta gott heita. Vísir/Bára Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42