Bandaríkin sökuð um rán á grímum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2020 08:28 Ríki keppast nú um að kaupa andlitsgrímur og annars konar hlífðarbúnað. AP/Thomas Wells Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira