Slaka á takmörkunum þrátt fyrir að ná ekki eigin skilyrðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 11:40 Kona skannar hitastig farþega á flugvelli í Róm. AP/Andrew Medichini Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira