Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 09:45 Trump og Pútín hittust í fyrsta skipti sem forsetar í Hamburg í júlí árið 2017. Sumir þáverandi ráðgjafar Trump óttuðust að Pútín hafi þar komið að ranghugmyndum hjá forsetanum. Vísir/EPA Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30