Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 00:26 Simon Coveney (t.h.) er ekki par sáttur með fullyrðingar Boris Johnson (t.v.) í sambandi við áhrif Brexit á viðskipti við Norður-Írland. getty/ Jack Taylor Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04