Sasha Baron Cohen: „Hitler hefði getað keypt áróðursauglýsingar á Facebook“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 10:53 Sasha Baron Cohen var gagnrýninn á stefnu Facebook í auglýsingamálum. getty/Astrid Stawiarz Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Breski grínistinn Sasha Baron Cohen segir að ef Facebook hafi verið til á fjórða áratugi síðustu aldar hefði Hitler geta nýtt sér miðilinn til að deila skoðunum sínum. Grínistinn gagnrýndi miðilinn í ræðu sem hann flutti í New York en þá gagnrýndi hann einnig Google, Twitter og YouTube fyrir að deila falsfréttum með notendum sínum. Twitter tilkynnti í lok október að pólitískar auglýsingar yrðu bannaðar á miðlinum frá og með 22. nóvember alþjóðlega. Fyrr í vikunni greindi Google einnig frá því að pólitískir auglýsendur fengju ekki leyfi til að beina auglýsingum að kjósendum með því að rýna í leitarsögu eða aðra þætti. Þá sé verið að þrýsta á Facebook í meira mæli til að fylgja þessu fordæmi. Þá sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að Baron Cohen hafi mistúlkað stefnu fyrirtækisins og að hatursorðræða væri ekki heimiluð á samfélagsmiðlum þess. „Við bönnum fólk sem talar fyrir ofbeldi og við fjarlægjum hvern þann sem styður það. Enginn – þar á meðal stjórnmálamenn – getur talað fyrir eða auglýst hatur, ofbeldi eða fjöldamorð á Facebook,“ var bætt við í yfirlýsingunni.Segir Facebook dreifa lygum Baron Cohen talaði á ráðstefnunni Never is Now, sem var haldin á vegum Anti-Defamation Legue, og skaut hann á Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem varði ákvörðun fyrirtækisins í október að banna ekki pólitískar falsfréttir á miðlinum. „Ef þú borgar þeim mun Facebook deila hvaða pólitísku auglýsingu sem þú vilt, jafnvel þótt hún dreifi lygum. Þeir munu jafnvel hjálpa þér að beina lyginni að notendum til að hún hafi sem mest áhrif,“ sagði Baron Cohen. „Ef Facebook hefði verið til á fjórða áratugnum, hefði Hitler getað birt 30 sekúndna auglýsingar þar sem hann kynti „lausnir“ sínar vegna „gyðingavandans.“ Þá sagði Baron Cohen að kominn væri tími til að „endurhugsa tilgang samfélagsmiðla og hvernig þeir breiða út hatri, lygum og samsæriskenningum.“ Hann setti einnig spurningarmerki við þá staðhæfingu Zuckerbergs að Facebook væri brjóstvörn tjáningarfrelsis. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að við ættum ekki að gefa hræsnurum og barnaníðingum pall til að viðra skoðanir sínar og til að nálgast fórnarlömb,“ bætti hann við.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira