Evrópuþingið gefur loks grænt ljós á framkvæmdastjórn von der Leyen Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 12:38 Ursula von der Leyen tekur við stöðu forseta framkvæmdastjórnar ESB af Jean-Claude Juncker. AP Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði. Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í morgun nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forsæti hinnar þýsku Ursulu von der Leyen. Ný framkvæmdastjórn var samþykkt með miklum meirihluta, en 461 þingmaður greiddi atkvæði með en 157 gegn. Alls sátu 89 þingmenn hjá í atkvæðagreiðslunni. Ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum 1. desember, mánuði síðar en upphaflega var áætlað. Frestaðist embættistakan um mánuð vegna deilna um einstaka framkvæmdastjóra sem aðildarríkin höfðu tilnefnt. Von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker. Verður hún fyrsta konan til að gegna stöðunni og segir hún að hennar teymi muni veita Evrópu „nýtt upphaf“ þar sem áhersla verði lögð á baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.APVon der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands og náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara til margra ára. Samþykki meirihluta þingsins þurfti til að framkvæmdastjórinn yrði samþykkt. Alls eiga 27 framkvæmdastjórar sæti í framkvæmdastjórninni – einn frá hverju aðildarríki. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað að tilnefna ekki breskan framkvæmdastjóra þar sem Bretar stefna að útgöngu úr sambandinu. „Einn meðlimur fjölskyldu okkar ætlar sér að yfirgefa sambandið okkar,“ sagði von der Leyen á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti meðal Evrópuþingmanna Brexit-flokksins. Von der Leyen hélt þá áfram: „Yfirgnæfandi meirihluti þingsins virðist ánægður með að þessi litli hópur muni framvegis ekki geta klappað eins hátt.“ Þá hló þingheimur og klappaði.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38 Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Nýr innflytjenda- og öryggisstjóri framkvæmdastjórnar ESB á að gæta evrópskra lífshátta. 11. september 2019 15:38
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47