Forsætisráðherra vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 12:15 katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira