„Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2025 16:56 Guðrún gefur lítið fyrir tillögu Snorra. Vísir/Lýður/Anton Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði Sjálfstæðismenn til um helgina. Yfirskriftin var kynning nýrrar ásýndar flokks hennar, sem segja má að hafi barist í bökkum undanfarið. Á fundinum sagði hún að mörgum sé tíðrætt um stöðu íslenskrar tungu og að hún deildi áhyggjum þeirra að mörgu leyti. Nauðsynlegt væri að stórefla íslenskukennslu og gera öllum innflytjendum kleift að læra íslensku. Halda þyrfti hlífðarskildi fyrir tungumálinu og margar góðar hugmyndir hefðu komið fram í þeim efnum. Bjóst við bænaskjali um svarthvítar útsendingar „Þess vegna vakti það undrun mína að sjá tillögu um að gera Rúv óheimilt að flytja fréttir á ensku og pólsku. Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku. Ég var mest hissa á að þessari arfavitleysu tillögu hefði ekki fylgt bænaskjal um innleiðingu á svarthvítum sjónvarpsútsendingum á nýjan leik.“ Þar vísaði hún til tillögu Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, síðan í október. Í henni var lagt til að Alþingi ályktaði að fela menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra að hefja vinnu í samstarfi við Ríkisútvarpið við að hætta dreifingu fréttaefnis á öðrum tungumálum en íslensku. Á þessu yrðu gerðar afmarkaðar undantekningar vegna almannavarnahagsmuna en almennri frétta- og menningarumfjöllun á erlendum málum skyldi hætt. Ætlað að rétta reksturinn við Í greinargerð með tillögu Snorra segir að í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, segi að Ríkisútvarpið skuli sinna menningarlegu hlutverki sínu, meðal annars með því að leggja rækt við íslenska tungu. Ekki sé fjallað þar um erlend tungumál þótt ákvörðun hafi verið tekin á síðari tímum um að veita slíka þjónustu. Afkoma Ríkisútvarpsins hafi verið undir væntingum það sem af er ári og bráðabirgðatölur fyrir fyrstu sex mánuði gefi til kynna að 160 milljóna króna hallarekstur verði á fyrri hluta ársins. Með tillögunni sé brugðist við þeim halla sem hafi myndast hjá Ríkisútvarpinu með því að minnka umfang og verkefni stofnunarinnar, auk þess sem bent skuli á að frjálsir fjölmiðlar sinni nú þegar fréttaflutningi á öðrum tungumálum um íslensk málefni. „Vélþýðingar eru líka orðnar það þróaðar að hægt er að reiða sig á þær að nokkru leyti til þess að glöggva sig á íslensku efni Ríkisútvarpsins. Flutningsmenn binda vonir við að tillaga þessi geti unnið að nokkru leyti á þeim halla sem myndast hefur í rekstri stofnunarinnar. Beita ber fullum þunga ríkisvaldsins til að senda skýr skilaboð um að íslenska sé og verði eina almenna og viðurkennda samskiptamálið í okkar þjóðfélagi, ekki síst á vegum hins opinbera. Ekki er stuðlað að aðlögun þeirra sem hingað flytja með því að gefa til kynna af hálfu hins opinbera kerfis að ekki þurfi að læra íslensku til að taka þátt í samfélaginu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Miðflokkurinn Fjölmiðlar Íslensk tunga Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði Sjálfstæðismenn til um helgina. Yfirskriftin var kynning nýrrar ásýndar flokks hennar, sem segja má að hafi barist í bökkum undanfarið. Á fundinum sagði hún að mörgum sé tíðrætt um stöðu íslenskrar tungu og að hún deildi áhyggjum þeirra að mörgu leyti. Nauðsynlegt væri að stórefla íslenskukennslu og gera öllum innflytjendum kleift að læra íslensku. Halda þyrfti hlífðarskildi fyrir tungumálinu og margar góðar hugmyndir hefðu komið fram í þeim efnum. Bjóst við bænaskjali um svarthvítar útsendingar „Þess vegna vakti það undrun mína að sjá tillögu um að gera Rúv óheimilt að flytja fréttir á ensku og pólsku. Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku. Ég var mest hissa á að þessari arfavitleysu tillögu hefði ekki fylgt bænaskjal um innleiðingu á svarthvítum sjónvarpsútsendingum á nýjan leik.“ Þar vísaði hún til tillögu Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, síðan í október. Í henni var lagt til að Alþingi ályktaði að fela menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra að hefja vinnu í samstarfi við Ríkisútvarpið við að hætta dreifingu fréttaefnis á öðrum tungumálum en íslensku. Á þessu yrðu gerðar afmarkaðar undantekningar vegna almannavarnahagsmuna en almennri frétta- og menningarumfjöllun á erlendum málum skyldi hætt. Ætlað að rétta reksturinn við Í greinargerð með tillögu Snorra segir að í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, segi að Ríkisútvarpið skuli sinna menningarlegu hlutverki sínu, meðal annars með því að leggja rækt við íslenska tungu. Ekki sé fjallað þar um erlend tungumál þótt ákvörðun hafi verið tekin á síðari tímum um að veita slíka þjónustu. Afkoma Ríkisútvarpsins hafi verið undir væntingum það sem af er ári og bráðabirgðatölur fyrir fyrstu sex mánuði gefi til kynna að 160 milljóna króna hallarekstur verði á fyrri hluta ársins. Með tillögunni sé brugðist við þeim halla sem hafi myndast hjá Ríkisútvarpinu með því að minnka umfang og verkefni stofnunarinnar, auk þess sem bent skuli á að frjálsir fjölmiðlar sinni nú þegar fréttaflutningi á öðrum tungumálum um íslensk málefni. „Vélþýðingar eru líka orðnar það þróaðar að hægt er að reiða sig á þær að nokkru leyti til þess að glöggva sig á íslensku efni Ríkisútvarpsins. Flutningsmenn binda vonir við að tillaga þessi geti unnið að nokkru leyti á þeim halla sem myndast hefur í rekstri stofnunarinnar. Beita ber fullum þunga ríkisvaldsins til að senda skýr skilaboð um að íslenska sé og verði eina almenna og viðurkennda samskiptamálið í okkar þjóðfélagi, ekki síst á vegum hins opinbera. Ekki er stuðlað að aðlögun þeirra sem hingað flytja með því að gefa til kynna af hálfu hins opinbera kerfis að ekki þurfi að læra íslensku til að taka þátt í samfélaginu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Miðflokkurinn Fjölmiðlar Íslensk tunga Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira