Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 19:29 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Samsett Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira