Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 19:29 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Samsett Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira