Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2025 13:52 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Logi Már Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í morgun. Þar segir að stefnan sé liður í vinnu við boðaða fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Markmið hennar sé að styðja við íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku, sem eigi í vök að verjast í alþjóðlegri samkeppni. Á síðustu árum hafi sífellt meiri fjármunum verið varið í auglýsingakaup hjá erlendum samfélagsmiðlum og leitarvélum og nú sé svo komið að um helmingur alls auglýsingafjár er fluttur úr landi. Þannig hafi liðlega 13 milljarðar króna runnið til erlendra miðla árið 2023. Einhvern hluta þeirrar upphæðar megi rekja til markaðssetningar ferðaþjónustunnar erlendis. Mega birta færslur en ekki greiða fyrir dreifingu „Fyrir vikið renna þessir fjármunir ekki til íslenskra fjölmiðla, sem gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi. Þeir miðla menningu og umræðu, stunda gagnrýna blaðamennsku og stuðla að notkun og sýnileika íslenskrar tungu í alþjóðavæddum heimi. Því er nauðsynlegt að búa fjölmiðlum gott rekstrar- og stuðningsumhverfi svo þeir séu betur í stakk búnir til að mæta þessari alþjóðlegu samkeppni og rækja lýðræðishlutverk sitt.“ Fyrrnefnd stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum taki mið af þessum veruleika íslenskra fjölmiðla. Meðal þess sem fram muni koma í stefnunni sé að ráðuneytið kaupi ekki auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum og sporni þannig gegn því að auglýsingafé renni úr landi. Ráðuneytinu verði áfram heimilt að birta færslur á samfélagsmiðlum en ekki greiða fyrir aukna dreifingu þeirra eða kaupa sérstakar auglýsingar. Þess í stað skuli auglýsingum beint til innlendra fjölmiðla. Þurfa skriflegan rökstuðning og samþykki Sé talið nauðsynlegt að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum, til að mynda til að ná til tiltekins markhóps sem ómögulegt er að nálgast með öðrum leiðum, skuli kaupunum fylgja skriflegur rökstuðningur og skriflegt samþykki forstöðumanns. Þetta sé gert til þess að tryggja rekjanleika og auka gagnsæi við auglýsingakaup ríkisins. „Vonir standa til að stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum verði tilbúin fyrir árslok. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fyrrnefnda fjölmiðlastefnu, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Logi Már Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í morgun. Þar segir að stefnan sé liður í vinnu við boðaða fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Markmið hennar sé að styðja við íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku, sem eigi í vök að verjast í alþjóðlegri samkeppni. Á síðustu árum hafi sífellt meiri fjármunum verið varið í auglýsingakaup hjá erlendum samfélagsmiðlum og leitarvélum og nú sé svo komið að um helmingur alls auglýsingafjár er fluttur úr landi. Þannig hafi liðlega 13 milljarðar króna runnið til erlendra miðla árið 2023. Einhvern hluta þeirrar upphæðar megi rekja til markaðssetningar ferðaþjónustunnar erlendis. Mega birta færslur en ekki greiða fyrir dreifingu „Fyrir vikið renna þessir fjármunir ekki til íslenskra fjölmiðla, sem gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi. Þeir miðla menningu og umræðu, stunda gagnrýna blaðamennsku og stuðla að notkun og sýnileika íslenskrar tungu í alþjóðavæddum heimi. Því er nauðsynlegt að búa fjölmiðlum gott rekstrar- og stuðningsumhverfi svo þeir séu betur í stakk búnir til að mæta þessari alþjóðlegu samkeppni og rækja lýðræðishlutverk sitt.“ Fyrrnefnd stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum taki mið af þessum veruleika íslenskra fjölmiðla. Meðal þess sem fram muni koma í stefnunni sé að ráðuneytið kaupi ekki auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum og sporni þannig gegn því að auglýsingafé renni úr landi. Ráðuneytinu verði áfram heimilt að birta færslur á samfélagsmiðlum en ekki greiða fyrir aukna dreifingu þeirra eða kaupa sérstakar auglýsingar. Þess í stað skuli auglýsingum beint til innlendra fjölmiðla. Þurfa skriflegan rökstuðning og samþykki Sé talið nauðsynlegt að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum, til að mynda til að ná til tiltekins markhóps sem ómögulegt er að nálgast með öðrum leiðum, skuli kaupunum fylgja skriflegur rökstuðningur og skriflegt samþykki forstöðumanns. Þetta sé gert til þess að tryggja rekjanleika og auka gagnsæi við auglýsingakaup ríkisins. „Vonir standa til að stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum verði tilbúin fyrir árslok. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fyrrnefnda fjölmiðlastefnu, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02